Er piss utan í vegg alvarlegra en líkamsárás?

Eru ekki allir sammála um að þessi fólskulega árás á stúlkuna sé grafalvarlegt mál. En ætla mætti að  lögreglan sé á öðru máli. Þó lögreglan hafi fulla vitneskju um málið, aðhefst hún ekki  nema fram komi formleg kæra!

LogreglustjarnaGetur þetta staðist skoðun? Eru þessar skessur lausar allra mála til að halda áfram sínum ljóta leik,  í boði lögreglunnar, ef ekki kemur fram formleg kæra?  

Má vænta þess í framtíðinni að morð verði ekki tekin til rannsóknar nema líkið leggi fram formlega kæru?

Lögreglan lætur ekki á sér standa að hirða upp menn með hasti fyrir það að kasta af sér vatni, þó ekki liggi fyrir kæra. Þá er vísað í lögreglusamþykktina. Það virðist vera bannað í lögreglusamþykktinni að pissa upp við vegg en greinilega ekki amast við líkamsárásum í því hátíðarplaggi.

Hér þurfa þeir sem málið varðar að hysja upp um sig buxurnar og vinna sína vinnu. Góð byrjun væri að lögreglan rifjaði upp einkunarorð sín.


mbl.is Formleg kæra lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Djö líkar mér vel við orðið "skessur", ég vil fá mynd af þeim. Það hefur alltaf verið talið smámál að misþirma fólki. Blessaða unga fólkinu "varð eitthvað á" segja verjendur.

Finnur Bárðarson, 30.4.2009 kl. 13:28

2 identicon

Heyr, heyr. Loksins eitthvað vit í moggabloggum! Gæti ekki verið meira sammála þér í þessu að lögreglan tekur alvarlegra í það að pissa utan í vegg heldur en þegar fólk er barið þar til það er nær dauða en lífi.

Þessar stúlkur eiga ekki eftir að vera annað en endalaus kostnaður fyrir þjóðina ef að þeim er ekki refsað harkalega strax. Íslendingar þurfa að hætta að vera svona miklar kellingar þegar það kemur að vandræðum sem unglingar valda jafnöldrum sínum. Slíkir áverkar skaða oftast nær mun meira heldur en líkaman sjálfan og er sá skaði óafturkræfur og oft og mörgum sinnum fyrir lífstíð.

Þórir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:46

3 identicon

Ég er svo sammála þér!!

Það væri nú slæmt ef lík þyrftu sjálf að leggja fram kæru en lögreglan virðist alltaf vera jafn mikið sofandi og letidýrþegar svona mál koma upp; það er eins og að þetta skipti ekki máli, þó að einhver sé laminn. 

Þetta var skipulögð og hættuleg árás á greyið stelpuna. Ein stelpa á móti hvað.. fimm.. sex? Tvær þeirra greynilega vissu hvar átti að lemja stelpuna, greynilega skipulagt. Svona lið á að loka inni!!!!!! Ekki seinna en í gær. 

Eru yfirvöld að bíða eftir dauðsfalli af þeirra ("skessana") hendi?? 

Hvað gerist næst, þegar þær berja einhverja aðra? Það þarf að koma í veg fyrir það áður en það er of seint. 

Elma (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:59

4 identicon

Ætli það hafi ekki áhrif á hversu einfaldari pissa-utan-í-vegg málin eru í samanburði við svona líkamsárásir? Hvort það séu ekki einhverjar reglur sem lögreglan þarf að fylgja hvað varðar almennilegar sannanir og svoleiðis?

Iðullega þegar það fyrra (hland í vegg) á í hlut er lögreglan vitni að brotinu  en ég vil allavega ekki efast um að ef lögregla hefði staðið skessurnar að verki þá hefði málið farið miklu skjótar í formlega kæru. Hvað varðar þann dóm sem þær eiga eftir að fá, þá er það alveg úr höndum lögreglunnar og varðar vandamálin við linleika dómkerfisins okkar.

Þetta er auðvitað flest spurningar hjá mér, þannig þetta er aðallega þær hugmyndir sem ég gef mér að valdi þessu.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:10

5 identicon

Mér finnst löggan bara hafa veirð að vinna flotta vinnu undanfarið með smyglskútumálið og að ná þessum grímuklæddu ofbeldismönnum á Arnarnesinu, þrátt fyrir yfirvofandi uppsagnir um 20 lögreglumanna í Reykjavík osf samkv visi.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:12

6 identicon

Voðalega hefur þú verið eitthvað verndaður fyrir alvöru lífsins fyrst að þú ert að fatta þetta rugl fyrst núna - sorrí ef það er minn misskilningur en þú hljómar þannig. Það hefur mátt misþyrma t.d konum og börnum nær endalaust í þessu samfélagi bara svo lengi sem það berst ekki formleg kæra... sorglegt en satt. Þetta hefur viðgengist með fullri vitneskju fullorðins fólks sem fannst þetta bara alltílagi. Löggan þarf ekki að vernda einn né neinn - nema að það berist formleg kæra, jafnvel þó að fórnarlömbin séu í engri stöðu andlega né líkamlega til að leggja hana fram, annað en stelpan sem var fórnarlamb í þessu tilfelli.

Svo skil ég ekki þá sem halda að þessar unglingsstelpur séu einhver sérleg skrímsli miðað við annað fólk sem hefur gert svipaða hluti. Því svona nokkuð hefur reyndar þónokkrum sinnum komið fyrir áður meðal unglinsstúlkna og yfirleitt með verri afleiðingum (fórnarlamb varð grænmeti og slíkt) og það eru til svona 100 dæmi um grófar líkamsárásir sem karlmenn fremja, refsingarlaust í flestum tilfellum, fyrir hverja unglingastelpuárás sem framin hefur verið. En þegar stelpur eða konur gera eitthvað svona þá upphefst grátkórinn - undantekningalaust. Afhverju að væla svona yfir þessu en aldrei yfir hinu? Eru þessar "skessur" ykkur alveg hræðilega hættulegar en ekki t.d perraprestar, snaróðir strákar sem berja hvern annan í mauk innan skóla sem utan, eða þá bara fullorðnu karlmennirnir sem berja konur hægri vinstri (með þöglu samþykki samfélagsins sem ól þá upp) ?

Gráhildur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:16

7 identicon

Ég gæti trúað því að þetta mál hafi farið áfram vegna þess að fólk er almennt ekki mjög hrætt við unglingsstelpuhrotta. Hinsvegar held ég að ef þetta hefðu verið strákahrottar þá hefði fórnarlambið og fjölskylda þess hugsanlega verið hræddari við að leggja fram kæru eða við að fara með málið í blöðin. En það á að sjálfsögðu að taka eins á öllum svona málum og gera öllum fært að leita réttar síns, og hlutverk lögreglunnar á að miðast við að þjóna og vernda.

Gráhildur (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:21

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta hefur nú verið vandamálið með líkamsárásir, nauðganir og heimilisofbeldi. Alveg sama hversu alvarleg málin eru þarf þolandinn sjálfur að standa í kærumáli. Mér finnst ekki rétt að draga lögregluna niður vegna þess, heldur eru það lög í þessu landi sem eru þannig. Eins og Bjarni bendir á hefur lögreglan verið að standa sig vel að undanförnu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.4.2009 kl. 14:24

9 identicon

Jamm, fólk hefur oft of mikla tilhneigingu til að skamma lögregluna, oftar en ekki þegar það er ekkert við hana að sakast. Tek undir með Bjarna, auk þess sem við megum ekki gleyma öllum þessum kannabis verksmiðjum sem lögreglan hefur komið upp um.

Svo eru málin náttúrulega eins og Gráhildur og Nanna benda á, að við karlmenn erum miklu vísari til hrottalegra ofbeldisverka, hlutfallslega. Dómskerfið/lögin í landinu þarf að endurskoða alvarlega

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:43

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þakka öllum innlitin og innlegg. Það var ekki ætlan mín, nema síður væri, að vanþakka störf  lögreglunnar, sem eru yfirleitt vel af hendi leyst. En hér er einhver brotalöm, hvar hún liggur skiptir ekki máli, henni verður að kippa í liðinn.

Bent var á góð og snöfurmannleg viðbrögð og vinnu lögreglunar í Mávanes málinu. Þannig viljum við sjá unnið. En er stór munur á þessum tveim málum? Í báðum fór fram frelsisskerðing, ofbeldi o.s.f.v?? Lögreglan leit Mávanesmálið, eðlilega,  mjög alvarlegur augum, en var í því máli beðið með rannsókn þar til formleg kæra hafði verið lögð fram? 

Ekki vill ég trúa því, sem ég hef heyrt að snögg viðbrögð lögreglunar í Mávanes málinu hafi að einhverju leyti ráðist af því að í hlut áttu svokallaðir "betri borgarar". Vonandi er það ekki tilfellið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2009 kl. 14:53

11 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Vonandi vinnur lögreglan bara málið vel eins og henni ber að gera. Stelpan er nú tilbúin að leggja fram kæru sem er gott, því þá er hægt að fara vinna í málinu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.4.2009 kl. 15:01

12 identicon

Þú veist mína afstöðu og skoðun á málum sem þessu, Axel. Það er stundum eytt meira í smámál en það sem máli skiptir - þannig hefur samfélagi okkar verið stjórnar gegnum árin. Því miður.

Skorrdal (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:07

13 identicon

HAHAHA Vitleysingur :D

Sérðu ekki mun á þeim sem löggan sér pissa á vegg og á þeim sem berja í felum og þriðji aðili nafngreinir?

Ef að ég fer á löggustöð, segi þig hafa lmaið mig, átt þú þá að handtakast á staðnum, hent í fangelsi og mynd sett í blöðin? Er ekki í lagi?

Er eitthvað meira í málinu sem við ekki vitum? Voru þetta fjöldaslagsmál eða eitthvað meira en bara frelsissvipting og gróf líkamsárás ásamt hótunum?

Hugsum áður en við ræðum málin, kanski kemur í ljós að við forðum okkur frá því að tala með rassgatainu :) svona eins og konan sem kaus með endaþarminum.

Kanski er ástæða fyrir því að löggan hjólar ekki í stelpurnar eins og hún gerði nú um daginn, kanski er eitthvað sem við ekki vitum... Hm, gæti það verið að bloggheimar viti ekki eitthvað? Hæpið hehe

Tómas. (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:18

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Tómas, þú hefur lög að mæla, hugsa fyrst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband