ASÍ, hvaða fyrirbæri er það?

asi-logoÍ „gamla daga“ var unun að hlusta á góðar og kjarnyrtar barátturæður foringja verkalýðsins á 1. maí  hátíðahöldum og öðrum baráttusamkomum. Fólk gleypti í sig hvert orð og fylltist baráttuanda og vígamóð.

En þetta er liðin tíð. Baráttuandinn er horfinn úr ræðunum og í staðin komnar innantómar hagfræðiþulur og meðaltalstölur.

Ræðurnar eru fluttar af mönnum sem ekki þekkja kjör alþýðunnar nema af afspurn og hafa aldrei þurft að deila með henni kjörum.

Stóryrði um sókn til bættra kjara hljóma ekki sannfærandi úr munni þessara manna, manna sem ekki þekkja umbjóðendur sína nema sem tölur á litskyggnum og línuritum.

Manna sem fá 4 eða 5 föld laun verkamanns, ákveðin fyrirhafnarlaust á bak við tjöldin en þurfa ekki að eiga kjör sín undir útkomu kjarasamninga eins og umbjóðendur þeirra.gylfiarinbjornsson-asi_ipa

Manna sem ekki myndu telja samninga, sem þeir þó leggja kinnroðalaust fyrir lýðinn, ásættanlega væri um þeirra eigin kjör að ræða.

Með núverandi mönnun er ASÍ, sem höfuðforysta verkalýðsins, ekki lélegt eða veikt til síns brúks, það er ónýtt.


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.