Egyptar snúast til varnar

 svin

Egypsk yfirvöld telja að með slátrun allra svína geti þeir dregið úr eða heft framgang svínaflensunnar.

Að mati vísindamanna hefði þetta hugsanlega virkað meðan flensan smitaðist eingöngu í menn úr svínum, en eftir að hún fór að smitast milli manna er þetta vita gagnslaus aðgerð.

Trúarlegt mat Egypta á svínakjöti kann að trufla dómgreind þeirra og svo auðvitað sú staðreynd að veikin á uppruna sinn í svínum.

En ef mið er tekið af upprunalandi flensunnar Mexikó og þeirri staðreynd að þar smitaðist veikin upphaflega í kristna menn og svo þeirra á milli þá er spurningin hvort heilbrigðisyfirvöld í svín þróunEgyptalandi ættu ekki að útvíkka hugmyndafræðina og fyrirskipa í leiðinni slátrun á öllum kristnum mönnum.

Svona til vonar og vara.

Enda mun í augum sumra austur þar,  lítill munur á kristnum og svínum.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Er kominn tími til þess að hringja í Gunnar í Krossinum og tjá honum að honum hafi verið falið það hlutverk að bjarga þessum villitrúarmönnum?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 3.5.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg, það mega öfgamúhameðstrúarmenn þó eiga að þeir leggja kristna og svín nánast að jöfnu.

Gunnar, blessaður,  í Krossinum telur hinsvegar að múhameðstrúarmenn almennt eigi töluvert langt í land að jafnast á við svín.

Þar er kærleikurinn, samkenndin og ástin í garð náungans í ómældu magni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Durtur

Það er ekkert til sem heitir "múhameðstrúarmaður", Múslimar trúa á Allah, Múhameð (friður sé með honum) var spámaður hans--þetta er svipað og að kalla kristna "Jesúatrúarfólk" nema pínulítið kjánalegra. Þess má til gamans geta að mannætuættbálkar Gíneu hinnar nýrri og Marquesas kölluðu okkur bleiknefjana "langsvín" í den, afþví við vorum lengri en svínin en brögðuðumst svipað. Ég veit ekki um ykkur en allt þetta fár er farið að láta mig langa óstjórnlega í beikon og egg--og mér er slett sama þó það eigi að drepa mig úr salmonellu, fugla-, eða svínaflensu. Fer svo ekki að skella á einhver heimsfaraldur útfrá appelsínusafa og ristuðu brauði til að fullkomna máltíðina?

Durtur, 3.5.2009 kl. 15:25

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Durtur, er ekki einmitt til fyrirbæri sem kallað er Jesúítar?

Múhameðstrú var þetta kallað í mínu skólanámi og  ég hef haldið mig við það. Það er í seinnitíma sem farið var að kalla trúna Muslim eins og þeir sjálfir gera, af misskildri undanlátssemi vesturlandabúa í þeirra garð. 

"Múslimar" hafa  í seinni tíð fært sig upp á skaftið að krefjast aðlögunar okkar að þeim, en hafa ekki séð nokkra ástæðu til að gera slíkt hið sama, enda aldrei ætlunin. Svo gefum við eftir möglunarlaust, til að halda friðinn.

Ég efast  um að í móðurmálum "Múslima" almennt, sé einhverrar tilfinningalegrar tillitsemi gætt í nafngift á kristni. Og mér gæti ekki staðið meira á sama.

Flensufárið er gott dæmi hvernig hægt er að umturna lífi fólks og skapa skelfingu með nánast engri fyrirhöfn. Þar spila fjölmiðlar ekki hvað síst stóra rullu, þar er allt gert fyrir aukna sölu eða áhorf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2009 kl. 16:38

5 Smámynd: Durtur

Jújú, það er til "fyribæri" sem kallast Jesúítar--einhverjar 20.000 hræður innan kaþólsku kirkjunnar. Það eru líka til Gyðingar, Búddistar, Rastafari, Mormónar og ég veit ekki hvað og hvað, en ég sé ekki hvað neinn af þessum trúflokkum hefur með málið að gera. Svo held ég að það sé trauðla undanlátssemi að kalla fólk réttu nafni, aukinheldur sem Múslimar almennt eru með mest lítið skítkast á Kristni--Jesúa litli var nú einn af spámönnum Allah, eins og þú veist eflaust, því varla ferðu að stunda skítkast á 1,3 milljarða manna án þess að kynna þér um hvað þú ert að tala. Eða hvað?

Annars er ég með þér í þessu--Egyptarnir mættu alveg slátra Kristnum mín vegna. Þó svo þeir dræpu hvern einasta kristna mann í Egyptalandi ætti Islam langt í land með að jafna út það sem Kristni hefur gert þeim síðustu aldirnar.

Mér er nú ljúft og skylt að biðjast afsökunnar á tóninum og, tja, leiðindunum, en mér finnst alltaf ljótt að sjá mikinn fjölda manna dæmdan útfrá hegðun nokkurra þeirra. Hernig litist þér á að vera dæmdur af umheiminum fyrir það sem Gunnar vinur okkar í Krossinum segir? Til að forðast misskilning vil ég taka fram að ég er hvorki Múslimi, Gyðingur né Kristinn (þó ég sé víst prestur)--mér finnst þetta allt vera nákvæmlega sama steypan, enda allt skrifað uppúr sömu bók. Hafandi sagt það skal ég svo láta þig í friði--á meðan ég get ekki verið vinalegri en þetta fer mér best að halda bara kjafti.

As-Salāmu `Alaykum, rafik.

Durtur, 3.5.2009 kl. 17:26

6 identicon

Hvað er að því að tala um Múhameðstrúarmenn?

Erum við Íslendingar ekki mestmegnis Lútherstrúar, rétt eins og þeir eru Múhameðstrúar? - þetta þýðir að fylgja þeirri trú sem Múhameð/Lúther boðaði, ekki að tilbiðja manninn sjálfan.

nn (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 17:56

7 Smámynd: Durtur

Marteinn Lúther boðaði trú á Guð frekar en Kirkjuna, sem honum fannst (réttilega) vera farin að taka stöðu Hans í hrópandi mótsögn við boðorðin (sbr. dýrlingar/skurðgoð etc.). Orðið "Lútherstrúar" þýðir að við aðhyllumst trú Lúthers, ekki að við trúum á kallkvikindið sem hinn eina rétta Guð. Raunar hefur mér alltaf fundist þetta vera orðskrípi sem kallar bara á svona misskilning.

Samt... ég get ekki skorast undan því að ég sé hvað þú meinar.

Durtur, 3.5.2009 kl. 18:48

8 Smámynd: Durtur

...afsakið, ég las eitthvað vitlaust áðan og virðist í fljótu bragði hafa sagt það sama og nn.

Durtur, 3.5.2009 kl. 18:49

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Durtur, sé það skilningurinn að ég sé að hvetja til drápa á kristnum eða öðrum í Egyptalandi þá er það misskilningur. Ég er fráleitt sammála þér að það sé í lagi að slátra fólki, hvorki þar eða annarstaðar. 

Mér finnst það blasa við að markmið svínaslátrunar í Egyptalandi sé ekki af heilbrigðisástæðum eins og í veðri er látið vaka. Nema þau "vandamál" sem fylgja minnihlutatrúarhópum séu þar flokkuð undir heilbrigðismál.

Það sem ég átti m.a. við með undanhaldi gagnvart Múhameðstrúarmönnum er sú staðreynd að það er deginum ljósara að þeir  Múhameðstrúarmenn sem flutt hafa  til vesturlanda ætla undir engum kringumstæðum að aðlagast þjóðinni sem fyrir er, hvorki menningarlega eða á annan hátt.

Stefnan er grímulaust að aðlaga þjóðina að þeim.  Það eru fráleitt bara öfgamenn í þeirra hóp sem hafa þessa skoðun.

Eftir því sem þeim fjölgar stíga þeir stöðugt skrefinu lengra í átt að markmiðinu og komast upp með það, því við teljum okkur trú um að það sé nauðsynlegt í nafni mannúðar og bræðralags. Það undanhald endar aðeins með ósköpum.

En þetta má ekki nefna, þá er hrópað fordómar, fordómar sem þýðir á mannamáli að bannað sé að ræða málið. Betra sé að hörfa enn frekar.

Ef það kann að skipta máli þá er ég trúlaus og tel trú hverskonar í besta falli ekki skila neinu, gildir þá einu hvað trúin heitir. Í flestum tilfellum er trú til skaða og óþurftar, eins og dæmin sýna svo langt aftur sem sagan verður rakin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2009 kl. 19:31

10 Smámynd: Durtur

Já ég viðurkenni fúslega að þetta með slátrunina var ómerkilegur útúrsnúningur af minni hálfu og ég biðst aftur afsökunnar. Við verðum hinsvegar að vera ósammála um áætlanir og hegðun Múslima því að ég þekki þónokkuð af íslenskum Múslimum (aðallega frá Palestínu og Íran) þónokkuð vel og þetta er eitthvað það yndislegasta fólk sem ég hef hitt, og af öllum þeim ný-Íslendingum sem ég hef kynnst um ævina (sem er alveg furðulegur fjöldi) eru það Múslimarnir sem aðlagast langsamlega best íslensku samfélagi. Þeir hafa allir lært íslensku á mettíma, eru kurteisir, þægilegir og gestrisnir. Raunar finnst mér að velflestir Íslendingar gætu lært mikið af þessu fólki þegar kemur að mannlegum samskiptum og náungakærleik (ég augljóslega meðtalinn...), og ég hef ekki orðið var við neinar hneigðir til að breyta íslensku samfélagi í eitthvað bókstafstrúarríki Islam--þvert á móti. 

Ég geri fastlega ráð fyrir því að þú hafir aldrei hitt Múslima og hafir skoðanir þínar frá nágrönnum okkar í Svíþjóð og Danmörku, þar sem innflutningurinn hefur ekki gegnið alveg jafnmjúklega. Hinsvegar get ég ekki útilokað það að þú þekkir þúsundir þeirra og þeir séu allir kúkalabbar--að ég sé bara búinn að vera svona heppinn með þá Múslima sem ég þekki. Altént get ég lofað því að þú mundir skipta um skoðun á svipstundu ef þú sætist niður í kaffibolla t.d. með Salman Tamimi, formanni Múslimafélagsins á Íslandi, eða íranska meistaranum Mána.

Það er ekkert að því að vera sammála um að vera ósammála í þessum efnum--sitt sýnist nú hverjum--en ég vona að þú hafir einhverja persónulega reynslu til að byggja skoðanir þínar á. 

Ég skal hinsvegar glaður vera hjartanlega sammála þér um "strákinn sem kallaði rasisti"; það er oft alltof stutt í fordómaspilið þegar verið er að tala um aðra kynþætti og önnur trúarbrögð. Svoleiðis hjálpar engum og er ekki líklegt til að skila uppbyggilegum samræðum. Sjáðu bara hvernig Ísrael bregst undantekningarlaust við erlendri gagnrýni...

Já og trú er taugasjúkdómur sem heimsbyggðin ætti að vera að vinna í að uppræta, ef ekki væri fyrir persónulegt frelsi fólks til að trúa hvaða vitleysu sem það vil (sjá "Vísindakirkjuna"). Þú getur ekki trúað á einn guð nema þú trúir því að allir hinir séu falsguðir, sem á alltaf eftir að leiða til árekstra. Og ef einn guðinn er falsguð, hlýtur þar af leiða að þeir séu það allir.

Ég held sveimérþá að ég hafi náð að koma þessu frá mér án þess að vera með neinn útúrsnúning eða leiðindi en ég biðst fyrirfram velvirðingar ef eitthvað svoleiðis slæddist með--það er svo déskoti grunnt í þetta hjá mér.

Durtur, 4.5.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband