Er Mogginn aftur orðinn skítlegt flokksblað?

moggiMorgunblaðið kastaði sprengju út í samfélagið í dag. Þar var fullyrt á forsíðu að þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir hefðu haft svonefnda fyrningarleið á stefnuskrá sinni ætluðu þeir ekki að ráðast í róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta var samkvæmt traustum heimildum að sögn blaðsins.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur borið þessa Morgunblaðs „frétt“ til baka. Enda stenst það ekki skoðun að  nánast samhljóða kosningamál flokkana verði ekki í stjórnarsáttmála og fórnað fyrir ekkert.

  

Nú er spurningin, hvað gekk Mogganum til með þessari  „traustu“ falsfrétt?  Er Mogginn að kasta grímunni og gerast skítlegt flokksblað á ný?  Verða fréttir framvegis skrifaðar með hagsmuni FLOKKSINS að leiðarljósi, fyrst og fremst?

Er milljarðaniðurfelling skulda blaðsins þá beinn styrkur til Sjálfstæðisflokksins þegar allt kemur til alls?

Er Mogginn vísvitandi að kynda undir þeim óróa sem er í þjóðfélaginu, er hann að klappa upp í nýja búsáhaldabyltingu?

Mig minnir sterklega að blaðið hafi ekki verið ýkja hrifið af þannig uppákomum til þessa.

  
mbl.is Fyrningarleið víst farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála,Sammála,Sammála,Sammála,Sammála!

Valsól (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að Agnes Bragadóttir sé blaðamaður þarna segir okkur öllum að flokkshagsmunir ráða för á þessu blaði að verulegu leiti.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.5.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Mogginn hefur alltaf verið skítlegt málgagn Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ.

Þorsteinn Már Baldvinnsson einn hættulegasti glæpamaður landsins stjórnaði fréttafluttningi dagsins af fyrningarleiðinni í Morgunnblaðinu í dag.

Níels A. Ársælsson., 6.5.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það vantar aðeins að atvinnulausi uppistandarinn sem tróð upp á  flokksþingi Sjálfstæðisflokksins verði gerður að ritstjóra blaðsins til að fullkomna myndina.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2009 kl. 20:35

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Óskar sjálfur er farinn að skrifa gott ef hann er ekki búinn að reka ritstjórann

Finnur Bárðarson, 6.5.2009 kl. 21:42

6 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Hver á Moggann?

Karl V. Matthíasson, 6.5.2009 kl. 21:58

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar litið er á það pólitíska skrið sem komið er á Moggann við brotthvarf Styrmis, þá verður skiljanlegt af hverju Davíð sótti það hart á sínum tíma að Landsbankinn gjaldfelldi skuldir Styrmis við bankann og kæmi honum í þrot.

Agnes fer mikinn um ritvöllinn, eins og kvíga að vori með afturendann upp í loftið, frelsinu fegin eftir innilokun fyrri ritstjórnarstefnu.

Hver á Moggann? Það er góð spurning, Karl.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.