Hvað boðaði Kristur?

Þetta er merkileg könnun og allrar athygli verð. Það er uggvænlegt að tæp 20% kaþólskra og annarra kristinna manna, skuli telja pyntingar réttlætanlegar, hæfi það tilefninu.

kross í hendiÞað vekur athygli að því trúaðri sem viðkomandi er, því hlynntari er hann pyntingum. Í fljótu bragði hefði mátt ætla að því nær sem fólk teldi sig standa „kenningum“ Krists og náð Drottins yrði það andvígara þannig hátterni, en því er öfugt farið!! 

  

Hverju hefði Kristur svarað, spurður um pyntingar?

Andstaða gegn pyntingum mun vera mest meðal þeirra sem ekki tilheyra neinum sérstökum trúarhópum!


mbl.is Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Athugaðu einnig að aðeins 25% þeirra sem fóru reglulega í messu voru mótfallin pyntingum...  

Páll Jónsson, 17.5.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Páll, þetta er hrollvekjandi útkoma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.5.2009 kl. 14:40

3 identicon

Jesú hótaði pyntingum... til allra sem trúa ekki á hann, pyntingar að eilífu.
So

DoctorE (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 16:58

4 identicon

Þótt Kristur hafi boðað miskunn og náungakærleika, boðaði hann einnig yfirvaldsdýrkun. Það er því fullkomlega eðlilegt að kristnir menn álíti að þótt þeir sjálfir megi ekki pína aðra, sé yfirvöldum það heimilt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:53

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Eva, gjaldið keisaranum sumt og Guði rest. Eða var það öfugt. Gildir einu þegar upp er staðið. Almenningur stendur uppi jafn tómhentur, hvort heldur verður. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.5.2009 kl. 18:10

6 identicon

BEEP Jesú boðaði ekki miskunn eða kærleika... hann boðaði ógnir til allra sem dýrka hann ekki...
Hann sagði okkur að fyrirgefa.. en gat það ekki sjálfur.

Hann kom til að fyrirgefa það sem við gerðum allas ekki(Að borða eplið)... fyrirgefning hans gekk út á mannfórnir... þar sem hann þóttist fórna sjálfum sér til sjálfs sín til að bjarga okkur undan sjálfum sér )Ef við trúum því sem stendur í heimskulegri bók).. annars pyntingar
Sem sagt.. Sússi vann alveg eins og hver annar einræðisherra hér á jörðu... guði sé lof fyrir að guddi aka Sússi eru ekki til í alvörunni

DoctorE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:24

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna var, vel að merkja, ekki verið að spyrja kaþólikka og aðra kristna menn í hvaða landi sem væri eða í öllum helztu kristnum löndum, heldur í Bandaríkjunum, og það var ekki spurt um afstöðu til pyntinga almennt, heldur gagnvart "pyntingum gegn meintum hryðjuverkamönnum," en það hlýtur að hafa veruleg áhrif á niðurstöðurnar.

Aðspurðir hafa þá t.d. getað hugsað málið þannig:

"Ef sterkur grunur hefði verið um það, að Timothy McVeigh ætlaði að sprengja upp byggingu með um 200 manns [sem hann og gerði] eða að flugvélaræningjarnir úr al-Qaída hafi ætlað að ráðast á Tvíburaturnana, og lögregla hefði getað pyntað einhvern þeirra til sagna, hefði það þá verið siðferðislega leyfilegt?"

Ég er ekki að fullyrða, að svarið sé 'já', en þá afstöðu þessara 20% kaþólskra og annarra kristinna manna verður sennilega að skoða í ofangreindu ljósi.

Jón Valur Jensson, 19.5.2009 kl. 17:39

8 Smámynd: Páll Jónsson

Og afstöðu 75% þeirra sem reglulega fara í messu Jón Valur, ekki gleyma því.

Páll Jónsson, 19.5.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Athyglisvert.

Ég trúi á kærleika og góð öfl í heiminum. En það er ekki til kærleikstrúarflokkur sem einungis byggir á kærleika.

Samt þurfum við trúarhugsjón eða pláss fyrir góðu öflin.

Saga trúarflokka tengist alltaf stríði og valdabaráttu. þetta truflar mig dálítið vegna þess að ég er svo mikið á móti stríði og valdabaráttu.

Samt finn ég góða tilfinningu ef ég er í kirkju og hlusta á kærleiksfullann prest í íslenskum kirkjum.

En út af öllu slæmu sem hefur fylgt kristni og öllum öðrum trúarflokkum vil ég ekki tilheyra neinum af þeim.

En samt trúi ég! Er þetta ekki bara bilun?

Kristur var góður en margir notuðu góðmennsku hans til að auglýsa kristnina. Sorglegt en líklega satt.

Kristur var í hjarta sínu góður og einhverjir valdasjúkir notuðu sér það og öfunduðu hann.

Öfund er hættulegasta aflið í heiminum og því fylgir hatur og stríð. 

Kærleikur og völd fara ekki saman nema í fáum tilfellum og ekki í pólitík.

þetta er mín skoðun.

Ætla að halda áfram að fara í kirkju þegar stóru stundirnar í mínu lífi eru eins og ég hef alltaf gert en ég fer þangað til að taka á móti kærleiksríkum orðum en ekki til að kallast kristin.

Trúin er nefnilega í hjarta okkar og heitir kærleikur ef við erum sanntrúar.

þetta er flókið. Lífið er flókið.

Íslendingar eru í hjarta sínu kærleiksríkir utan einn og einn sem hefur græðgissýki og tapar þar með kærleikanum.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2009 kl. 19:47

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Valur, túlkun þín á vinnslu þessarar könnunar og því sem lesa má út úr henni kemur mér ekki á óvart.

Það sem kom mér á óvart Jón Valur, er að þú skulir telja þig þess umkominn að koma á mitt blogg með athugasemdir á sama tíma og þú lokar þínu bloggi fyrir athugasemdum frá mér.

En vertu rólegur Jón, bloggið mitt verður ekki lokað neinum, hvorki þér né öðrum. Þér eftir sem áður heimilar athugasemdir hér, þótt við sytjum sannarlega ekki sama borð. 

Ef ég lokaði á athugasemdir frá einhverjum væri ég aðeins að lýsa yfir eigin vanmætti, að ég hefði ekki maga fyrir viðkomandi.

Jón mér datt í hug "27Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist hvítum kölkuðum gröfum sem sýnast fagrar utan en innan eru þær fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra. 28Þannig eruð þér. Þér sýnist góðir fyrir sjónum manna en eruð að innan fullir hræsni og ranglætis."

Matt 23

Megir þú njóta sumarsins.

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2009 kl. 13:28

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Doktor E, ég vona að við höfum lesið sömu biblíusögurnar. Ef persónugerningu Guðs og Jesú er sleppt, stendur eftir siðferðiskenning, sem skaðar engan.

Páll,

Anna, ekkert nema gott eitt um þetta að segja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2009 kl. 13:34

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka þér fyrir gestrisnina, Axel Jóhann.

En af því að róttæk vinstrivilla og ofurfrjálshyggja (lausungarhyggja) í siðferðisefnum hefur verið í tízku hér á mölinni og meðal yngra fólks, varð ég, sem er ófeiminn við að boða kristin viðhorf og standa með varðveizlustefnu í stjórnmálum, fyrir ófyrirleitnu aðkasti nefndra afla á fyrstu misserum míns Moggabloggs, auk ruddalegra innleggja og guðlasts frá herskáum trúleysingjum. Því neyddist ég til að (1) leyfa einungis innskráðum Moggabloggurum að gera athugasemdir, (2) loka á nafnleysingja og (3) setja skýrar reglur um skilmála fyrir innleggum (m.a. ofarlega í vinstra horni vefsíðunnar). Að ég hafi fylgt þeim skilmálum eftir í verki, t.d. gagnvart þér, ætti naumast að vera kvörtunarefni fyrir þá menn, sem læsir eru.

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 14:01

13 identicon

Getum við verið sammála um að JVJ er stórskaðaður eftir biblíulestur... ég bara vona að hann jafni sig áður en hann drepst... þannig að allt lífið hjá honum fari ekki í súginn

Hvað segir þú JVJ... á ekki að skoða eitthvað annað en bókina sem segir að þú fáir extra líf fyrir að trúa henni... og að allir sem trúa henni ekki séu fífl.
You know, the joke is on you pal.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:05

14 identicon

Sko biblíumenn tóku mannlegt siðgæði og boruðu gudda boðskap fremst.
Það mikilvægasta fyrir mannkyn að mati gudda(kufla) var að dýrka bara gudda.. ekki búa til styttur og skurðgoð..  skrítin forgangsröðun.

Og JVJ fer til helvítis því kaþólikkar dýrka ekki bara skurðgoð, þeir dýrka úldin lík dýrlinga í glerkistum...

Já JVJ minn.. þú ert heppinn að það er ekki líf eftir dauðann... þú brýtur svo mikið af reglum

DoctorE (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:07

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég vona að þú fyrirgefir mér þetta Jón Valur.. Eða reyndar er mér nokk sama. En það eina sem mér tókst að lesa úr þessari klausu þinni var það að þér þykir rétt og stundar það hispurslaust, að þú veljir og hafnir eftir því hvað hentar þér á hverri stundu. Allt er ritskoðað, nema að það henti þér sérstaklega.

Og þú sem ert ófeiminn við að boða kristin viðhorf, þykir þá ekki rétt að þú fylgir þeim.. tjah.. alltaf?

En það er líka annað mál, að ef þú leggðir höfuðið í bleyti og læsir á milli lína þesssara kristnu viðhorfa, og fyrir þér rynni ljós um raunverulega merkingu þeirra, myndir þú ekki leggja þessa fordóma fyrir þig. En það hentar ekki, er það nokkuð?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.5.2009 kl. 14:11

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Doktor E, ég er nú ekki trúaður á tilvist, hvorki himna, né helvítis. En þar sem ég átta mig á fyrir hvað helvíti á að standa er ég ekki sáttur við að mönnum sé, hér á minni síðu,  óskað þangað eða einhvers ills. Ég vona að hægt verði að hafa það í huga.

"Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður, skalt þú þeim og gjöra." Sagði maðurinn, nokkurt vit í þessu þótt gamalt sé.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.5.2009 kl. 14:26

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Ingibjörg, ég þarf nú ákaflega sjaldan að ritskoða innleggjara hjá mér.

Þeir þekkja væntanlega flestir reglurnar, fyrir nú utan, að upp til hópa eru lesendur mínir nógu skapstilltir til að gera sig ekki að athlægi með ofurmælum.

En ekki kemur mér á óvart, að gervidoktorinn heldur hér áfram að afhjúpa vanþekkingu sína á kaþólskri trú. Við kaþólskir dýrkum ekki dýrlinga eins og guði, heldur heiðrum við þá og biðjum stundum um fyrirbænir þeirra.

Á 2. Níkeuþinginu (almennu kirkjuþingi kristninnar) var leyft "að heiðra myndir af Kristi og dýrlingunum, að því tilskildu að menn greini á milli virðingar fyrir myndum og tilbeiðslu sem Guði ber einum," eins og frá þessu segir í góðu trúfræðsluriti, sem m.a. er boðið upp á fyrir trúnema kaþólsku kirkjunnar hérlendis: Kaþólskur siður – kirkjan, kenningin, köllunin, eftir Catharinu Broomé, Rv. 1995, s. 280.

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 14:34

18 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hmm, ef ég les aftur yfir það sem þú sagðir, kemst ég enn að sömu niðurstöðu. Og ef ég fer á bloggið þitt og les þar reglurnar sem þú hefur sett þar, verð ég að benda þér á að það ER ritskoðun í stórum stíl. Hvort sem þú bægir þér undan því eður ei. ;]

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 20.5.2009 kl. 17:20

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, reglurnar eru stífar, en það er full ástæða til, sérstaklega að bægja frá öllu guðlasti. Þeir, sem tala eðlilegt mál, hafa þar ekkert að óttast, og kallaðu þetta ekki ritskoðun, heldur ritstjórnarstefnu.

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 18:08

20 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Guðlast?

Hvernig réttlætir þú notkun á því orði annars?

Bara það að fólk sé yfir höfuð ósammála þér? :)

Hentar kristni boðskapurinn aðeins þeim sem þú boðar hann, en ekki þér? Það, Jón Valur, kallast hræsni. ;]

Og hvað ritstjórnarstefnu varðar, hefur það líka sannast (og þá sérstaklega hægra megin við línuna) að stefnurnar bregðast ekki. Heldur fólki sem heldur þeim til streitu. ;)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.5.2009 kl. 05:12

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, guðlastið er EKKI skilgreint svona:

"Bara það að fólk sé yfirhöfuð ósammála [m]ér"!

Farðu varlega með stóru orðin.

Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 05:16

22 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já, ég skil. Semsagt, eins og ég sagði. Boðskapurinn hentar bara þeim sem þú boðar hann, en ekki þér sjálfum.

Þakka þér fyrir að hafa komið því á hreint fyrir mig. Þú ert gull af manni, Jonni minn!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.5.2009 kl. 07:40

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki kem ég auga á þau stóru orð sem þú varar við Jón.

Ingibjörg, það er líklegra til árangurs að ráðast í að breyta gangi himintunglanna en Jóni Val. Honum verður ekki haggað, sumt bara breytist ekki. Það er það sem gerið þetta svo skemmtilegt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2009 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.