Sparnaðartillaga, allrar athygli verð.

Í símatíma á útvarpi Sögu í morgun kom hlustandi með hugmynd, sem er allrar athygli verð, til sparnaðar hjá ríkinu.

ekki eesStórfé mætti t.d. spara í fangelsismálum. Í stað rándýrrar vistunar í yfirfullu fangelsi, mætti gera mönnum þá refsingu fyrir afbrotin að þurfa daglega að hlusta á upptökur af pistlum Jóns Vals Jenssonar á útvarpi Sögu.

Þetta er óvitlaus hugmynd sem hægt er að framkvæma með tiltölulega einföldum búnaði. En til að þetta flokkist ekki undir pyntingar má dagleg spilun ekki vara nema nokkrar mínútur.

Það mun án efa halda mönnum á sporinu, eigi þeir von á að fá Jón Val í eyrað fyrirvaralaust, bregði þeir út af.

Því miður fann ég ekki betri mynd af Jóni, vona að mér fyrirgefist það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ef þetta er refsingin ætla ég að halda mig fjarri afbrotum. Svo mikið er víst

Finnur Bárðarson, 5.6.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hugsa að kaldur hrollur fari um undirheimalýðinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2009 kl. 16:41

3 identicon

Það hefur heyrst að glæpum hafi fækkað um 99% bara frá því að þessi hugmynd var viðruð

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:42

4 Smámynd: Jack Daniel's

Ég er næstum viss um að mannréttindadómstóllinn í Haag mundi líta á þetta sem svæsnustu pyntingar og manréttindabrot, en stuðli þetta að fækkun glæpa er ég hlyntur þessu.

Jack Daniel's, 7.6.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.