Er þá réttlætinu fullnægt?

aftaka2Það er undarlegt að aftökur skuli enn viðhafðar hjá siðuðum þjóðum.

Þó ekki væri nema fyrir þá sök hve algengt það hefur reynst t.d. í Bandaríkjunum að dauðadæmdir menn hafa síðar reynst saklausir þegar nýaftaka3 gögn hafa skotið upp kollinum.

Í mörgum þessara mála hefur málsmeðferðin öll frá a til ö reynst svo klúðursleg og illa unnin að furðu sætir.

Það er eins og það þyki ekkert tiltökumál að stúta fólki í lagana nafni, sér í lagi ef viðkomandi er svartur á hörund.

.

.

 
mbl.is Brennuvargur dæmdur til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maðurinn drap 5 manns eyðilaggði 34 heimili og stórskemmdi fallegan skóg í Vegas. Það kostar líka að meðaltali 4 milljónir að halda fanga í ár í fangelsi eftir 10 ár er það orðið 40 milljónir. Ég virði skoðun ykkar en ég sé ekki tilganginn í að eyða hundruðum milljóna í að halda þessum manni í fangelsi og plús það eru 13% af öllum föngum í Bandaríkjunum nauðgað. Þeir eru líka í tíu sinnum meiri áhættu á að fá kynsjúkdóma og 1 af hverjum 20 föngum fremja sjálfsmorð.

Pétur (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pétur, væri þá ekki ódýrast og best að dæma bara alla sem brjóta af sér til dauða?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.6.2009 kl. 23:07

3 identicon

Axel það er greinilegt að maðurinn framdi hræðilegan glæp hann drap 5 manns!!! Og ég sagði heldur aldrei að það ætti spara svakalegan pening með því að senda alla glæpamenn í dauðadóm sem fremdu glæp. Þetta er kjánalegt komment frá þér reyndu frekar að koma með eitthvað sem er hægt að rökræða um.

Pétur (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 00:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég fæ ekki séð Pétur, hvernig eitt dráp í viðbót bætir þessi fimm. Dauðadómur er ekki refsing, hann er hefnd. 

Pétur þú skrifaðir: "Það kostar líka að meðaltali 4 milljónir að halda fanga í ár í fangelsi eftir 10 ár er það orðið 40 milljónir. Ég virði skoðun ykkar en ég sé ekki tilganginn í að eyða hundruðum milljóna í að halda þessum manni í fangelsi ....." 

Þú notar einmitt kostnaðinn við fangavist sem rök fyrir dauðarefsingum. Því er eðlilegt að álykta að hlutfallsleg fjölgun dauðadóma hljóti að vera fjárhagslega hagkvæmur kostur.

Það eina kjánalega í þessu er að þú skulir ekki hafa lesið yfir það sem þú skrifaðir sjálfur áður en þú svaraðir aftur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það var ekkert athugavert við þá athugasemd sem Axel kom með Pétur, fyrir utan þá staðreynd að þú sást þér ekki fært um að svara því sómasamlega.

Þessar tölur sem þú ert að koma með, í raun hjálpa þér ekki neitt að sanna mál þitt.

Þegar fólk hefur verið dæmt til dauða í bandaríkjunum endar það með að sitja á dauðadeild viðkomandi fangelsis í einn til tvo áratugi, svo að kostnaðurinn er hinn sami, og svo ég get ímyndað mér aukalegan kostnað við það að farga honum.

Hvað með það að þeir fái kynsjúkdóma? Eru þetta einhver rök fyrir því að manninum ætti hreinlega fargað, einfaldlega til þess að hlífa honum við klamidýu?

Vandamál fangelsismálastofnana Bandaríkjanna, um yfirfull fangelsi og þeim kostnaði sem því fylgir eru engin rök fyrir því að réttlætanlegt skuli að aflífa afbrotamann, sama hversu alvarlegt brot hans er. 

Einn maður drepur annan, og hann er dæmdur til dauða fyrir það? Það er viss  hræsni í þessu öllu saman.

Punkturinn sem Axel var að reyna að koma á framfæri, er að stór hluti þeirra sem eru dæmdir til dauða eða til fangelsivistar, eru saklausir. Það gildir ekki það sama hér á Íslandi, og flestum öðrum löndum að hér má ekki vera neinn vafi á því að viðkomandi sé sekur áður en hann er dæmdur, en þarna úti virðist það vera nóg að vera svartur, a.m.k. er sönnunarbyrðin ekki það þung að hægt sé að dæma alsaklausan mann í fangelsi.

Já, maðurinn framdi svo sannarlega hræðilegan glæp, en það er ekkert réttlæti í því að hann sé tekinn af lífi. 

Og hvað varðar kjánaleg "komment", og óhæfni í að koma með "eitthvað sem hægt er að rökræða um", vil ég endilega benda þér á að fara yfir það sem þú hefur skrifað hér, og það innihaldsleysi sem í sér felur, því ekki get ég séð rökin.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Svo má kannski líka benda á þann fjöldan allan sem smitast af kynsjúkdómum í Bandaríkjunum einum vegna þess hversu óviljugir þeir eru til þess að kenna kynfræðslu í skólum sínum, og hvetja fólk og kenna þeim að nota verjur.

Eigum við þá bara ekki að aflífa allt þetta fólk? Ég meina, þeir gætu nú lent í fangelsi og smitað einvhern aumingjann sem nauðgar þeim af kynsjúkdómi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.6.2009 kl. 00:33

7 identicon

Ef þið væruð dómarar í þessu máli hvaða dóm munduð þið þá dæma?

Pétur (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fangelsisdóm sem hæfir tilefninu, er annað í boði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 01:47

9 identicon

Ég verð að segja eins og er ég mundi frekar vilja deyja en að eyða restinni af lífi mínu í fangelsi.

Pétur (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 01:53

10 identicon

Er alfarid moti daudarefsingum, en vildi adallega benda a algengan misskilning eins og her ad ofan ad thad se odyrara ad taka glaepamenn af lifi en vista i lifstidarfangelsi. Svo mun ekki vera. Vegna gridarlegs malskostnadar og margfalds afryjarkostnadar mun ein daudarefsing og fullnusta vera mun dyrari fyrir samfelagid en ad vista fanga til lifstidar.

Arnar (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 03:08

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Akkúrat. Þú vilt frekar deyja en að eyða lífstíð í fangelsi.

Er þá ekki verið að bægja þér undan refsingunni með því að aflífa þig? 

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.6.2009 kl. 03:46

12 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það á ekki að leyfa dauðarefsingar. Sama hve sökin er.

Það er mín skoðun.

ps. Svo þar fyrir utan, þá kemur ekkert fram í fréttinni að það hafi verið sannað að hann sé hinn seki:

"Hann var grunaður um að hafa kveikt a.m.k. 26 elda í Los Angeles og nágrenni borgarinnar árið 2006".

Marinó Már Marinósson, 6.6.2009 kl. 12:02

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Akkúrat. Sönnunarbyrðin er ekki þung þarna úti.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.6.2009 kl. 12:36

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnar, takk fyrir innleggið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 20:33

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Marinó, takk fyrir undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 20:34

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg, takk fyrir þitt framlag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.