Er batnandi mönnum best að lifa?

bakkavararbraedurnirSú var tíð að þeim Bakkabræðrum þótti allt betra en Ísland til atvinnustarfsemi og fluttu fé, og allt þeim bræðrum, græðandi úr landi.

Nú hafa þeir bræður skyndilega fundið í fórum sínum áður gleymdar RISAtaugar til föðurlandsins og vilja því styðja við bakið á uppbyggingunni.

Hugmynd þeirra bræðra er með þessu að kaupa sér bætta ímynd fyrir aðeins hluta þess svikafjár sem þeir öfluðu með loftbólustarfsemi og öðrum óbermishætti og fluttu úr landi.

Bakkabræður, étið það sem úti frýs, það vill ykkur enginn hingað heim.  

 


mbl.is Verksmiðja Bakkavarar gæti skapað 750 ný störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræsnarar dauðans......Maður fær velgjuna!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Ragnheiður og skemmtilega útlistun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2009 kl. 09:59

3 identicon

Nei þeir eiga endilega að   stinga af frá landinu eins og allir hinir útrásarvíkingarnir, þeir eru þó að gera eitthvað! !!!

Júlía Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég veit ekki Axel, það virðist ekki nokkur maður hér vilja setja upp fjávarfangverksmiðju nema þessir tveir nema þá kanski að hengja upp ýsu og steinbít sem síðan verður að harðfisk ? er ekki trixið að nýta þekkinguna, sjáum svo til seinna

Jón Snæbjörnsson, 13.6.2009 kl. 10:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Markmiðið hlýtur að vera að endurheimta féð sem farið var með úr landi en ekki slá þá til riddara sem stungu af með það.

Ég held að Lalli Johns hafi aldrei gerst svo ósvífinn að gera þá kröfu fyrir skilum á því sem hann greip með sér að hann fylgdi með og hefði áfram forræði á verðmætunum og hirti af þeim arð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2009 kl. 14:37

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekkert að vera að slá þá til riddara, langt í frá, heldur að nýta "drifkraftinn" sem og "kunnáttuna" sem við þekkjum svo vel en nú í þágu lands og þjóðar. Hér höfum við bölsótast út í svo margt en ekkert er að ske, sennilega komum við til með að standa skil á þessu ice save dóti þökk nýrri ríkistjórn sem lofaði allt öðru fyrir kosningar.

Hvað ef við getum haft aðeins puttnana á þeim Axel og nýtt í okkar þágu frekar en að fá ekki neitt, margir láta sig hafa það ferðast á milli lands og eyja í Herjólfi þrátt fyrir að vera með "klíju" á siglingunni

Jón Snæbjörnsson, 13.6.2009 kl. 15:14

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeim er ekkert að batna þeir ætla bara að halda áfram með spilavítið undir þjóðlegum formerkjum

Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband