Athyglisverð könnun

Það verður fróðlegt að lesa á blogginu í dag langlokupistla JVJ og annarra andstæðinga viðræðna við ESB, þar sem tíundaðar verða hæpnar forsendur og ímyndaðir gallar þessarar könnunar og þann lýðræðishalla og landráðaásókn sem hún veldur.

Í þeim málflutningi verður að venju óspart vitnað í hvað frelsishetjan og 19. aldar maðurinn Jón Sigurðsson  hefði gert og hugsað við núverandi kringumstæður á 21. öld. Það veit JVJ upp á þríklofið ljóst kuntuhár.

Það er munur að eiga gjörvulega menn.

En ég eins og 58% þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að það geti ekki skaðað að tala við Evrópusambandið, hvort saman gangi er annað mál.

  

 


mbl.is 58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll

Ég veit það ekki, er þetta fróðlegt lengur?

Er þetta ekki bara orðið þreytandi og þá á ég einmitt við þau rök sem þú nefnir? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.6.2009 kl. 09:05

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Guðbjörn, gaman að sjá ný andlit.  Ég get vel fallist á að þetta Evrópusambandsþras allt sé orðið svolítið þreytt og fátt nýtt á ferðinni. Þar verður ekkert nýtt að frétta fyrr en aðildarviðræður hafa farið fram og hugsanlegur samningur verður lagður fyrir þjóðina.

En ég sé ekkert þreytt við það að benda á vafasamar tengingar manna eins og JVJ við Jón Sigurðsson löngu dauðann manninn þar sem honum eru gerðar upp skoðanir á hinu og þessu sem hann hefði aldrei getað ímyndað sér að til yrði og nafn Jóns þannig notað sem rökstuðningur fyrir annars hæpnu máli.

Ef þú hefur af því áhyggjur Guðbjörn að ég sé í máli þessu að bera í bakkafullan lækinn og mál sé að þessari umræðu linni tel ég rétt að benda þér á að nærtækara sé þér að beina máli þínu að Jóni Val Jenssyni, sem hefur um langa hríð allra manna ákafast hoggið í sama knérunn og sér ekki fyrir endann á þeirri áráttu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.6.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég skil hvað ótti er. En hef aldrei skilið ótta við að spjalla við fólk um kaup og kjör. Sumir bloggarar eru helteknir af þessum ótta, þar á meðal Jón Valur. Ég bara skil ekki þessa fælni.

Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.