Fyrstu hvalirnir komnir á land, þetta er góður dagur.

 

Vonandi verða þeir margir svona, dagarnir á þessari vertíð og vertíðum komandi ára. Til hamingju Ísland.

 
mbl.is Risavaxinn morgunverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo skítur máfurinn í allt saman.

BÖ (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvalirnir eru ekki okkar „eign“ heldur jarðarinnar og allra jarðarbúa, í það minnsta allra landa sem liggja að norður-Atlantshafi. Jafnvel þegar Hafró skaut sendi í langreið austur af landinu var hann á einum sólarhring kominn 1000 km suður fyrir land. Það eru engir íslenskir hvalastofnar til. Það er svo í það minnsta ljóst að við erum ekki að drepa hvali með samþykki eða í sátt við samfélag þjóðanna, heldur erum við í raun að ræna þeim.

Þess utan eru svo öll rökin sem mestur hluti mannkyns virðist fylkja sér á bak við, fyrir því að veiða þá ekki, í það minnsta enn um sinn.

Við getum reynt að sannfæra heiminn um að veiðar séu réttlætanlegar en þangað til það tekst verðum við að sætta okkur við vilja jarðarbúa í þessum efnum.

- Við Íslendingar sendum sprengjur á íbúa Bagdad þegar Írakar hlýddu ekki samfélagi þjóðanna, ásamt um þrátíu þjóðum fúsum að sprengja upp þá sem ekki hlýddu, afhverju skyldum við sjálf ekki fara að eindregnum vilja þjóðanna?

Helgi Jóhann Hauksson, 19.6.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.