Eru það bara beinharðir peningar sem geta flokkast sem greiðsla fyrir kynlíf?

Það virðist regla að þegar tvítugar stúlkur „falla“ fyrir sjötugum mönnum þá eru viðkomandi Casanovar vel múraðir,  í bak og fyrir.

Það þarf ekki að fara í grafgötur með að þessar snótir eru fyrst og síðast að sækjast eftir hinu ljúfa lífi, peningum og öllu því sem þeir veita aðgang að. Það þarf enginn að reyna að segja mér að sjötugur karl hafi líkamlegt aðdráttarafl fyrir „barnungar“  konur.

Eitthvað vill lukkunnar pamfíllinn fá í staðin, hvort sem hann heitir Hefner eða Berlusconi.  

Berlusconi fer örugglega ekki tómhentur á fund tvítugrar stúlku hafi hann hugsað sér að sá fundur yrði annað og meira en spjall yfir kaffibolla.

Það mun vera til orð um þessi viðskipti, og þau eru víst bönnuð hér á landi, a.m.k. í lausasölu. 

 
mbl.is Hefur aldrei greitt fyrir kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Borlusconi borgaði ekkert.  

Honum var borgað. 

101 (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góður

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2009 kl. 00:20

3 identicon

Það sama á nú við þótt manneskjurnar séu á sama aldri. Fólk sækist alltaf eftir einhverju í maka sínum, hvort sem það eru peningar, völd, styrkur, útlit, öryggi, skemmtum og svona mætti lengi telja.

 Persónulega finnst mér að þetta sé einkamál og við eigum að láta svo við sitja. Ef við ætlum að fara að dæma öll sambönd þar sem á milli einstaklinganna er ákveðið en þó óskilgreint aldursbil leiðir það bara út í vitleysu. Ekki nema þú viljir ríkisrannsókn í hvert sinn sem tvær manneskjur ákveða að vera í sama herbergi, ef við tökum mið af innihaldi fréttarinnar. 

Arnór (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnór, þú misskilur mig ef þú heldur að ég sé að ég sé tala gegn þessu sérstaklega. Ef fullorðið fólk kýs að haga lífi sínu þannig þá það um það. Það sama á við um vændi þar sem greiðinn er staðgreiddur.En sett löggjöf er ekki sammála því.

Ég var aðeins að benda á að í eðli sínu er enginn munur á vændi sem rukkað er við staurinn eða vændi greitt í þægindum og öðrum verðmætum á lengri tíma.

Aðallega var ég þó að benda á hræsnina hjá Berlusconi þegar hann segist ekki hafa greitt fyrir kynlíf, þótt það sé kannski satt hjá honum að hann hafi ekki farið í Rauðahverfið í þeim tilgangi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2009 kl. 07:57

5 identicon

Þú virðist einnig misskilja mig upp að vissu marki. Ef maður leggur vændi greitt í peningum og vændi greitt í þægindum að jöfnu hlýtur maður að geta lagt vændi greitt í þægindum að jöfnu við venjuleg sambönd þar sem það er eru þessi þægindi, hvers lags sem þau eru, sem að samböndin byggjast upp á öllu jafna.

Fólk tekur ekki saman að ástæðulausu.

Arnór (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:01

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Arnþór, ef ástarsamband eða hjónaband er til komið vegna heitra tilfinninga eða ástar fólks í hvors annars garð, þá er það ofureðlilegt.

En að mínu mati er lítill munur á hreinu og kláru vændi og því þegar einn aðili stofnar til kynferðissambands eða hjónabands við annan aðila í þeim eina tilgangi að hafa af því fjárhagslegan ávinning, hverskonar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.6.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Völd hafa stimulerandi áhrif á margar konur, líka einkennisbúningar

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.