Er krossfesting kynlíf?

 

Þetta er sorgleg frétt af illri og ómennskri meðferð á barni af soraforeldri  höldnu ógeðslegu innræti.

Eitt skil ég samt ekki. Í fréttinni er það flokkað undir kynlíf að stúlkan var fest upp á kross og hýdd. Er það kynlíf?  

Var þá frægasta (meint)  krossfesting sögunar þá ekki aftaka eftir allt saman heldur kynlífsorgía?


mbl.is Seldi dóttur sína í vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já kallast "bondage" hún er bundin á krossinn, og hýdd, þetta er hluti af BDSM, frekar sadistalegt.

Jesú var krossfestur í alvörunni og það er aftaka. 

Karl (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vá. Var hann krossfestur í alvörunni?!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2009 kl. 15:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég segi líka VÁ! Í alvörunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2009 kl. 15:37

4 identicon

Þannig að af því að Jesús dó ekki í alvörunni á krossinum, þá var hann bara perri?

Björn I (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:07

5 identicon

Ættir að eyða þessari blogg færslu þinni.

Bragi (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 17:29

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn, það eru þín orð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2009 kl. 17:36

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bragi, það er ekkert í þessari færslu að mínu viti sem kallar á það að henni sé eytt. Ég skrifa minn texta undir fullu nafni, þú ættir að taka þér það til fyrirmyndar ef þú vilt láta taka þig alvarlega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2009 kl. 17:42

8 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það er ekkert að bloggfærslunni en það er eitthvað óútskýrt og skrítið við það hvernig sumir taka henni. Fyrir nú utan hegðun umrædds föðurs í fréttinni, sem hefði átt að eyða þeirri hugmynd úr kollinum strax, að fara illa með dóttur sína.

Marta Gunnarsdóttir, 10.7.2009 kl. 20:43

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Marta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2009 kl. 20:59

10 identicon

Þú þarft ekkert að eyða þessari bloggfærslu þinni, Axel. Skárra væri það nú ef allir þyrftu að eyða blogginu sínu bara fyrir þá sök eina að snúa svolítið út úr fréttum. Meira hvað fólk er oft að krefjast þess að fólk eyði og eyði færslunum sínum.

Þetta krossbindingarofbeldi á stúlkunni var partur af kynlífsathöfn og já; því kynlíf, öllu heldur kynferðisofbeldi. Menn í kringum hana munu hafa verið að leita eftir kynferðislegri útrás við þetta og sá var tilgangurinn.

Málfræðihornið: Orðið kross er orðhluti úr latínu (Ex)crucio og merkir píning.

Stjórnmálahornið: ESB verður samþykkt og við förum hægt og bítandi að sjá lækkun stýrivaxta og atvinnuleysi minnkar eitthvað en verður samt viðvarandi.

Steini. (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 11:12

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Steini. Ég tók það fyrir víst að Bragi hefði viljað láta eyða færslunni því hann teldi mig að vega að Kristi. Ekki var það nú meiningin.  Ég var nú svo hrekklaus að ég fattaði ekki strax þann möguleika að gagnrýni mín á föðurómyndina og dótturníðinginn hefði farið fyrir brjóstið á Braga.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.7.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.