Í kvöld kl. 23:15 gerist það góðir hálsar.

sprungukerfi-reykjanesLára Ólafsdóttir sjáandi hefur spáð fyrir um öflugan jarðskjálfta á Krýsuvíkursvæðinu í kvöld kl. 23.15 og skjálftinn verður að sögn mjög öflugur. 

Óstaðfestar fregnir herma að Lára hafi áður „varað“  Veðurstofuna við fyrirfram um nokkra fyrri skjálfta.

Það er rétt fyrir þá sem taka svona alvarlega og eru ájarðrask hættusvæðinu að gera viðeigandi ráðstafanir. Ég er hinsvegar efasemdarmaður og læt mér fátt um finnast.

Spennan eykst örugglega þegar líður á kvöldið, svo er bara spurningin hvort spennulosunin kl 23:15 verður í jarðskorpunni eða íbúum svæðisins.

.


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jæja Axel hvort verður hann "shaken eða stired" í þetta skipti ?

Finnur Bárðarson, 27.7.2009 kl. 12:07

2 identicon

Hver trúir svona kerlingu.... fávitar kannski

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvert þó í hoppandi og ég sem ætlaði að veiða í Kleifarvatni í kvöld, það hefur nefnilega verið best veiðin þar upp úr miðnætti en það verður ekkert að hafa ef það verður nýbúinn að vera jarðskjálfti.

Jóhann Elíasson, 27.7.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Finnur nú fór í verra ég er ekki heima, er á Skagaströnd og get því ekki nýtt mér þetta gullna tækifæri til kokteilgerðar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

DoktorE og Óskar, það kemur í ljós í kvöld, en ég á ekki von á því að trúaðir munu efast þótt skjálftinn láti bíða eftir sér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 12:44

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jóhann, mér segir svo hugur um að veiðinni verði ekki spillt fyrir þér. Góða veiði. Þú laumar því hér inn á morgun hvernig gekk.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 12:47

7 identicon

Það er svo létt að hræra í trúuðum, enginn jarðskjáflti... skiptir engu máli, hún fékk bara óvart vitlausa dags.
Þetta er eins og með Jesú, hann sagðist ætla að hitta lærisveina sína aftur þegar þeir væru á lífi... og hvað gerðist, hann hitti þá ekki.
Þetta breytir engu með trú fólks... trúað fólk kann ekki að hugsa :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:51

8 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Hafi hún rétt fyrir sér mun það gjörbylta öllum hugmyndum okkar um eðlis-, jarð- og líffræði. Hún myndi eflaust fá nóbelsverðlaun í eðlis og efnafræði ef hún gæti í alvörunni spáð fyrir um jarðhræringar. Jarðvísindamenn um allan heim myndu nota sér hæfileika hennar til að fyrirbyggja eyðileggingar af völdum jarðskjálfta í þriðja heiminum.

En ekkert af þessu hefur gerst. Hvers vegna?

Kristján Hrannar Pálsson, 27.7.2009 kl. 12:54

9 identicon

Og hvers vegna fer daman ekki til James Randi, hann býður 1 milljón dollara fyrir hvern þann sem getur sýnt fram á yfirnáttúrulega hæfileika....

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:56

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hægt að spá því með fullri vissu að þarna verður skjálfti, spurningin er bara hvenær?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 13:09

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kristján, ég fæ ekki séð hvernig það breytir hugmyndum okkar um  um eðlis-, jarð- og líffræði sérstaklega frekar en allt annað hafi konan spádómshæfileika. Kemur í ljós í kvöld.

Svo verður það spurning hvað 23:15 - 27. júlí  má vera mikið í + til að trúaðir viðurkenni að spádómurinn hafi ekki ræst. 1 dagur, vika, mánuður, ár?

Yfirleitt eru spádómar, t.d  Nostradamus, svo vítt og almennt orðaðir að það er aðeins spurning um túlkun og  vilja hvernig menn herma þá upp á seinnitíma atburði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 14:50

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

DoktorE, góður punktur, nr. 10

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 14:51

13 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Axel: Það myndi víst gjörbylta vísindalegri þekkingu í þessum fræðigreinum. Skyndilega uppgötvast ný stöð í heilanum sem getur tekið við einhverjum óútskýranlegum jarðbylgjum?

Kristján Hrannar Pálsson, 27.7.2009 kl. 15:11

14 identicon

VEÐJIÐ VIÐ HANA.

Hvað væruð þið tilbúnir að borga henni háar upphæðir ef stór jarðskjálfti yrði á þessu svæði innan 2 sólarhringa?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 16:19

15 identicon

Góður punktur hjá Mr. Jón. Atugum hvað gervidoktorinn er tilbúinn að leggja undir að skjálftarnir komi ekki.

Leifur (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 17:22

16 identicon

Hvað er commanderinn að bulla hér... veit hann ekki að það er guðlast að hlusta á Láru.. sem og að tala bara um málið.

Fyrir ykkur hallelúja púkana þá skal ég veðja sál minni... hún er jú það verðmætasta af öllu í huga sjálfselskra

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:29

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Axel ert þú búinn að fá hótum frá ritsjórum mbl.is líkt og Asdis Sig ? ég var að lesa færsluna hennar hér og ég er ekki að trúa þessu, ef satt reynist þá er þessi miðill kommúnistamiðill.

Sævar Einarsson, 27.7.2009 kl. 20:44

18 identicon

Já það hlýtur að vera hámark yfirgangsins að birta mega hjátrúarfrétt sem fær fólk til að flýja úr bæjarfélaginu.. en svo má ekki segja að kerlingin sé geðveik eða glæpakvendi...
MBL er stórvarasamur miðill :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:15

19 Smámynd: Sævar Einarsson

DoctorE,  voru þín skrif meira særandi eða móðgandi en http://tryggvim.blog.is/blog/tryggvim/entry/908301/ ? þar sem Þór nokkur fer hamförum um mig og Árni Matt segir að það sé enginn ástæða að aðhafast neitt og ég geti leitað réttar míns gegnum dómsstóla, maðurinn er ekki alveg samkvæmur sjálfum sér hvað varðar skilmála blog.is

Sævar Einarsson, 27.7.2009 kl. 23:36

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sævarinn, nei ég hef engar viðvaranir eða hótanir fengið frá mbl.is og skil ekki hver ástæða fyrir þeim ætti að vera.

Nú er klukkan orðin 23:40 og enn er enginn skjálfti!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 23:40

21 Smámynd: Jens Guð

  Hversu heimskt þarf fólk að vera til að trúa að til sé fyrirbæri sem kallast "sjáandi"?  Umrædd kona reyndi að skora hátt.  Fall hennar er jafn hátt.  Hinsvegar þekki ég hjón frá Hveragerði sem keyptu bullið og fóru í var til Reykjavíkur í kvöld.  Sælir eru trúgjarnir,  heimskir og fávísir.

Jens Guð, 27.7.2009 kl. 23:46

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sælir eru trúaðir, Jens því slíkra er guðs ríki, eða hvernig var þett bull aftur...!?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 23:55

23 identicon

MBl þarf náttlega að skýra sitt mál.. .ég kem á nokkur blogg og segi að kerlingin sé geðveik eða glæpakvendi.. BANG mbl bannar það.. mbl styður við gufuruglaða kerlingu sem skapar ótta og örvinglan í hugum einfaldra ríkiskirkjugesta.... sorry ég varð, það lá beint fyrir :)

Hvað segir mbl... á að biðja mig afsökunar.. .eða á að vera eins og allt var á gamla íslandi... ég bíð Árni Matt ofurritskoðari og stuðningsaðili vitfirrtra glæpamanna :)

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 08:38

24 identicon

Jæja strákar ég krafðist afsökunar frá mbl.... ég var að segja satt um þessa kerlingu... hvað gerði mbl... þeir lokuðu blogginu mínu.

Þar hafið þið það, mbl vill hafa íslendinga hjátrúarfulla vitleysinga

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:12

25 identicon

Alveg er þetta helvítis moggablogg ótrúlegt DoctorE! Að þeir skuli hafa lokað á þig þegar að þú krafðist afsökunar! Hvaða smábarnastælar eru þetta í þeim???

Það er þá engin von á að sjá þitt blogg meira hérna eða hvað?

Iris (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:08

26 identicon

Ég er að vinna í að fá erlent blogg kerfi.... hugsanlega stofna ég .is lén í kringum það... og verð þar enn öflugri.
Vonandi sér landinn að mbl er blað sem enginn á að vera áskrifandi að.. nema kannski JVJ og biskupinn.. og kannski Maggi Skarp :)

Ekkert af ykkur á ykkar blogg... mbl á það og mbl passar upp á að þið farið ekki útfyrir flokkslínur... mbl er óvinur íslenskrar alþyðu, óvinur vísinda og þekkingar.
Ef trúarnöttar fá að vaða uppi eins og ekkert sé... hvað segir það um mbl og hlutverk þess á nýju íslandi... zero hlutverk, það er þjóðþrifaverk að losa ísland við mbl

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:29

27 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vil vekja athygli á að þetta er mín síða.

Þótt ekki sé lokað á neinn eða athugasemdir ritskoðaðar þá áskil ég mér rétt að krefjast þess að fólk gæti hófs í orðavali.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2009 kl. 11:00

28 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jæja, enginn kom skjálftinn. Raunar hefur ekki lengi verið jafn rólegt á Krísuvíkursvæðinu og tvo síðustu sólarhringa.

Hefur verið gefin út ný "sýn" á málið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2009 kl. 11:14

29 identicon

Lára segir að það sé svo kalt því hafi skjálftinn tafist.. HALLÓ ef hún sér framtíðina þá er ekki hægt að bera fyrir sig að framtíðin hafi breyst vegna veðurs

Hún spáir Heklugosi.. sem er ekkert ólíklegt miðað við fréttir.
Hún spair að Obama verði sýnt banatilræði... sem er líka mjög líklegt, hann er jú hataður af kristnum bandaríkjamönnum.... það fyrsta sem manni datt í hug þegar hann náði kosningu var... hversu lengi þarf að bíða þar til honum verður sýnt banatilræði.

Þetta er eitthvað sem MBL telur vera eðal dæmi... mbl styður kerlinguna með ráð og dáð.. lokar á þá sem segja sannleikann um þetta kjaftæði.... og fólk flýr heimili sín
Er mbl ekki frábært... alveg hægt að treysta á fréttir frá þeim ha

DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 12:10

30 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já framtíðinni frestað vegna veðurs. Beðið er eftir að veðrið skáni svo hægt sé að halda áfram förinni inn í framtíðina. Frábært!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband