Ég var að breytast í „Bandaríkjamann“ – smá offitusaga

Hugsunin um hinn dæmigerða Bandaríkjamann, flesta nokkuð yfir kjörþyngd og alltof marga verulega yfir henni og alltof, alltof marga langt yfir sinni kjörþyngd er ekki jákvæð og uppbyggileg, sér í lagi ef hún hittir mann sjálfan fyrir.

Undanfarin ár hef ég verið að fitna hægt en  örugglega

Mér hefur líkt og öðrum sem líkt er ákomið með hlotnast flestir ókostir offitu. M.a. var mér færð sú frétt í byrjun árs að áunnin sykursýki hefði gert vart við sig og lyf við henni myndu bætast  í safnið. Einu hélt ég þó óbreyttu, það var styrkur fótanna, ég gat gengið nánast í það óendanlega ef því var að skipta.

Konan hafði gefið mér hundinn Bangsa fyrir nokkrum árum, örugglega í og með til þess að ég hreyfði mig meira. En ég leysti ríka hreyfingarþörf hundsins oft  með því að keyra hann á hentuga staði og fylgdist svo grannt með honum stunda alla okkar hreyfingu, sem hann gerði svikalaust.

Við þetta offituvandamál mitt bættist að ég varð atvinnulaus í október á síðasta ári og hef verið þar til nýlega.

Í byrjun febrúar á þessu ári þegar vigtin hrópaði á mig að það væri farið að halla í 143 kílóin þá varð mér endanlega ljóst að ég væri  kominn langleiðina í hvíta kassann.  Þá ákvað ég af fullri alvöru að nú væri nóg komið og nú yrði sett í bakkgír.

Bíllinn var alfarið skilinn eftir heima þegar við Bangsi fórum í labbitúrana. Oft var genginn 3ja km hringur út á Bót og heim aftur, og aldrei sjaldnar en tvisvar á dag, alla daga auk styttri ferða.

Oft er ráðlagt af „sérfræðingum“  að til megrunar þurfi að gjörbreyta matarræðinu. Hvað mig varðaði var svo ekki. Eina breytingin á matarræðinu, fyrir utan að borða ögn minna en áður, var að ég hætti alfarið að drekka mjólk, en hana hafði ég ofnotað, hreint út sagt.

Hvað mig varðaði skipti ekki máli, til megrunar, hvað fór ofaní mig, heldur magnið, auk þess að brenna meiri orku með meiri hreyfingu.

Vigtin sagði mér í dag að ég væri 118,2 kg. Ég er að vonum býsna ánægður með árangurinn. Rúm 24 kíló farin án nokkurra erfiðleika á rúmum fimm mánuðum.

Mér er létt í allri merkingu þess orðs.

Tilgangur minn með þessari grein er ekki að monta mig, heldur benda þeim sem líkt er ákomið og mér að megrun er vel framkvæmanleg án verulegra erfiðleika eða kostnaðar.

Ekki er nauðsynlegt að kaupa sér dýra tíma í líkamsræktum og sprikkla í litríkum búningum til að ná árangri.

  
mbl.is Yfir 25% Bandaríkjamanna þjást af offitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju elskan ég vissi að þetta kæmi hjá þér haltu áfram á sömu braut.

Heddý (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 20:11

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta elskan, ég er fullur vilja.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 20:16

3 identicon

dáist af þér, flott hugarfar.

Lóa (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta innlegg Lóa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

til hamingju  Axel ,við vitum flest hvað þarf til og "diet" dótið er gagnslaust.

Hörður Halldórsson, 28.7.2009 kl. 00:17

6 identicon

Flott hjá þér, virkilega góð og hvertjandi saga líka :-)  Það vantar fleira fólk með þetta viðhorf.

Bjarki Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 13:15

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hörður, takk fyrir innlitið og innleggið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2009 kl. 14:29

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bjarki, takk fyrir innlitið og góðar undirtektir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband