Hvar eru gömlu góðu...

pappalögga...pappalöggurnar sem stóðu vaktina dag og nótt, hér um árið? Væri ekki tilvalið að dusta af þeim rykið og fylkja þeim fram?

Pappalöggurnar eru hóflegar í launakröfum og láta alveg vera að skrifa opin bréf þótt vinnuöryggið og starfsumhverfið sé orðið algerlega óviðunandi.

Svo mætti  búa til nýjar með mynd af lögreglustjóranum sjálfum, glæstum og gjörvilegum.


mbl.is Engin lögregla án lögreglumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Axel hvernig væri heimurinn án lögreglu ????? Og hver á að vernda okkur frá glæpamönnum þá ?????

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 22:20

2 identicon

Fyrirgefðu ég meindi að vernda okkur fyrir glæpamönnum.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 22:21

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta átti að vera góðlátleg ádeila á sparnað og niðurskurð hjá löggunni.

Ég ber mjög jákvæðar tilfinningar til lögreglunar og vill hag hennar sem bestan.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.8.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Glæpamenn geta ekki verndað okkur fyrir öðrum glæpamönnum. Lögrugla er tiltölulega nýlegt fyrirbrigði. Glæpir eru afleiðingar óréttláts þjóðskipulags, misréttis og misskiptingu auðs. Siðast en ekki síst, glæpsamlegs ríkisvalds er gefur tóninn. Við þurfum ekki lögruglu til að gína yfir okkur. Við getum leyst og séð um okkar mál sjálf, án ofbeldissveita ríkisins.

Þorri Almennings Forni Loftski, 13.8.2009 kl. 23:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú telur semsagt að fjárrakstur útrásarbófana hafi komið til af því að þeir töldu auðnum misskippt?

Sleppa "ofbeldissveitum ríkisins" og hvað? Sjá um ofbeldið sjálf, beint og milliliðalaust, vilta vestrið anno 1870!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Nei, gegn ofbeldi. Lögrugla og yfirvald er ofbeldi. Það er ofbeldið sem ríkisvaldið hvílir á.

Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 00:22

7 identicon

Þorri Almennings hefur greinilega fastmótaðar hugmyndir um samfélag án lögruglumanna eins og hann kallar þá. Það væri gaman að heyra hugmyndir hans um samfélag án lögreglu sem hann hatar svo heitt og án alls yfirvalds, hvernig það á að virka.?

Gunnarinn (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 01:47

8 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þjóðveldið virkaði vel þangað til það spilltist og varð að höfðingjaveldi.

Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 04:18

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrir hverja virkaði þjóðveldið vel, útrásarbófa þess tíma? Ég held að allur þorri almennings hafi ekkert verið of sæll á þeim "dýrðartíma".

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2009 kl. 12:36

10 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Íslendingar voru aldrei víkingar og stunduðu því ekki útrás. Einstaka maður fór í víking tímabundið, en það voru undantekningar. Aftur á móti var mikið samband við önnur lönd. Þrælarnir höfðu það betra í heiðni á landnámsöld en vinnufólk á kristnum miðöldum.

Þorri Almennings Forni Loftski, 14.8.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband