Dagurinn í dag...

...er vonandi upphafið á nýjum tímum, nýjum vinnubrögðum, þar sem fagleg sjónamið en ekki pólitísk ráða för við ráðningar í  stöður hjá ríkinu, háar sem lágar.

Þetta er vissulega góð byrjun.


mbl.is Már mættur í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Höfundur gjaldþrota peningamálastefnu tekinn við í Seðlabnkanum! 

Það lá alltaf ljóst fyrir að Samfylkingin vildi Má Guðmundsson í stöðu seðlabankastjóra. Það að auglýsa starfið var sýndarmennska, ekkert annað.

Már er aðalhöfundur peningamálastefnunnar sem keyrt hefur verið eftir frá því að hún var samþykkt 2001 og m.a. Samfylking og VG hafa gagnrýnt harðlega á undanförnum árum. Spunameistarar Samfylkingar hafa hinsvegar látið líta þannig út að sú stefna hafi átt upphaf og endir hjá Davíð Oddsyni. Sem betur fer, þá er nú stór hluti þjóðarinnar sem sér í gegnum blekkingarleiki núverandi stjórnarliða.

Það að ráða vinstrisinnaðan hagfræðing í þessa stöðu (höfund þeirrar stefnu sem hefur beðið skipbrot)  getur því ekki ekki talist annað en há-pólitísk ráðning, það sér hver heilvita maður!

Elias Bjarnason (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Elías kanntu annan. Fimmtán sóttu um stöðu seðlabankastjóra og sextán um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra. Nefnd var skipuð af forsætisráðherra 5. maí. til að leggja mat á hæfni umsækjenda um embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Í henni áttu sæti þau Guðmundur K. Magnússon, skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, Lára V. Júlíusdóttir, skipuð samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og Jónas Haraldz, skipaður án tilnefningar og var hann jafnframt formaður nefndarinnar. Átta af þeim sem sóttu um stöðu Seðlabankastjóra uppfylltu þau skilyrði um menntun sem tilgreind voru í auglýsingunni. Arnór Sighvatsson, hagfræðingur.
Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.
Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur.
Már Guðmundsson, hagfræðingur.
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur.
Tryggvi Pálsson, hagfræðingur.
Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.
Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.
Tveir þeirra, Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson, voru metnir mjög vel hæfir. Már vegna starfsreynslu hjá þeim stofnunum sem standa næst Seðlabankanum en Arnór vegna langrar starfsreynslu hjá Seðlabankanum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra voru þeir Arnór, Tryggvi Pálsson og Yngvi Örn Kristinsson taldir hæfastir. Tryggvi hafi víðtæka reynslu í bankastarfsemi og Yngvi Örn hafi mikla reynslu bæði í seðlabanka og viðskiptabönkum, auk þess sem hann hafi verið ráðgjafi í sendinefndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins varðandi stjórn peningamála til ýmissa þróunarlanda.

Álit nefndarinnar má sjá hér í heild.

Elías, að halda því fram að nefndin hafi verið stjórntæki Samfylkingarinnar er brosleg svo ekki sé meira sagt. Ekki er ég viss um að Davíð Oddson taki undir það með þér að hann hafi, við stjórn Seðlabankans, haft marxísk fræði úr ranni Más Guðmundsonar að leiðarljósi.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.8.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband