Icesace! Það er ekki eftir neinu að bíða! -Bíðum samt aðeins! –

Ég er að fá hausverk af þessari vitleysu allri. Stjórnarliðar, mínir menn, hafa keppst við að hella skömmum yfir Framsóknarflokkinn fyrir andstöðu hans í Icesave-málinu.

Halló, halló, halló! Við verðum að sýna sanngirni, hafa ekki verið settir alskyns fyrirvarar inn í frumvarpið um ríkisábyrgðina?  Er ágreiningur um að þeir séu til bóta?  Hverjir hafa þrýst hvað mest á setningu þeirra fyrirvara?

Var það Samfylkingin eða Vinstri Grænir ? Nei, nei og  þótt grútmáttlaus forystulaus Sjálfstæðisflokkurinn spriklaði eitthvað þá var það fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn sem barði fyrirvarana í gegn, þótt þeim þyki ekki enn nóg gert.

Fyrir hvað er þá verið að skamma Framsóknarflokkinn? Fyrir að hafa bætt stöðu okkar, meðan Samfylkingin horfði á málið með öfugu rassgatinu?


mbl.is Tryggja að lánveitendur séu bundnir af fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þarf að hugsa málið aðeins

Finnur Bárðarson, 26.8.2009 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.