Hvað fá kostunaraðilar útvarps- og sjónvarpsstöðva fyrir sinn aur?

Samkvæmt úrskurði Samgönguráðuneytisins var sveitarfélögum óheimilt að láta Landsvirkjun greiða kostnað vegna umræddrar skipulags vinnu.

Úrskurður ráðuneytisins kemur ekki svo mjög á óvart þegar grannt er skoðað hvernig svona greiðslur geta spunnið saman hagsmuni og önnur tengsl.Money1

En höfum við ekki svipað mál uppi á teningnum hvað varðar kostun fyrirtækja á jafnvel heilu þáttaröðunum fyrir útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar.

Spurning hlýtur að vakna hvað  kostunaraðilinn er í raun og veru að kaupa.

Komi til frétta umfjöllunar um stóran kostunaraðila er þá líklegt að sú umfjöllun litist ekkert af þeirri staðreynd að miklir fjármunir geti verið í húfi fyrir stöðina að styggja ekki kostunaraðilann?

Hvað ætli mikilvægir kostunaraðilar hafi fengið mikla afslætti af fréttum frá því þetta fyrirkomulag var tekið upp?

  


mbl.is Niðurstaða ráðuneytisins kemur á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.