Ólíkt höfumst við að.

Hollendingar urðu fyrir náttúruhamförum 1953, Íslendingar hlaupa til og safna pening handa þessari margfalt betur stæðu þjóð.  

Efnahagslegar hamfarir verða á Íslandi rúmum 50 árum síðar, hvað gera Hollendingar, jú þeir, ásamt Bretum, sparka í þjóðina liggjandi og tæma úr vösum hennar og skilja hana eftir liggjandi í blóði sínu.


mbl.is Hollandshjálpin enn vinsæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Hver veit, kannski hefðu þeir brugðist öðruvísi við ef útrásaraularnir sem eignuðust Landsbankann á sínum tíma, hefðu ekki verið búnir að fara um Holland "rænandi og ruplandi" með Icesave reikningunum.

Gallinn er bara að það eru svo margir í Hollandi sem líta á þetta eins og öll íslenska þjóðin hafi staðið bakvið Icesave reikningana. Ekki bara nokkrir einstaklingar sem voru eigendur og stjórnendur Landsbankjans. 

Það var ekkert farið neitt í að leiðrétta það neitt strax, ef það er þá búið að því enn.

ThoR-E, 9.9.2009 kl. 08:39

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þessi gömlu herveldi kunna þetta. En svo má snúa þessu við ef hollenskur eða breskur banki hefði rænt og ruplað Íslendinga hvað myndum við segja þá.

Finnur Bárðarson, 9.9.2009 kl. 16:26

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Sjaldan launar kálfur ofeldi.

hilmar jónsson, 9.9.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.