Enn ein naglasúpan?

Hver kannast ekki viđ orkusteina, segularmbönd, Jónínu Ben eđa hvađ allar heilsubótar „töfralausnirnar“ voru kallađar og allir ţurftu ađ eignast.  Allt reyndist ţetta auđvitađ gagnslaust drasl, nema til ađ fćđa og klćđa seljandann.  Fátt bendir til ađ ţessir Ultratone „töfrar“ séu á einhvern hátt undantekning frá öđrum svipuđum töfralausnum.

Á heimasíđu Ultratone, Ultratone.is  segir m.a. um undratćkiđ:

Ultratone Futura Pro tölvan notar rafbylgjutćkni til ađ grenna, móta, styrkja, hreinsa og byggja upp líkamann. Sér međferđir eru fyrir líkama, sér fyrir andlit og sér fyrir dömur og herra ţví líkamar ţeirra eru ekki eins uppbyggđir.“

Já, ţađ munar ekki um ţađ. Svo eru sumir ađ fá allskyns frćđinga, ţessa heims og annars til ađ hreinsa heimili sín af rafbylgjum ýmiskonar vegna meintrar skađsemi ţeirra.

Hvernig á ađ ná árangri međ Ultratone segir á heimasíđunni:

„Til ađ góđur árangur náist í Ultratone borgar sig ađ borđa skynsamlega, drekka vel af vatni og muna eftir ađ slaka reglulega á og hvílast vel.“

Er ţetta ekki einmitt ţađ sem stuđlar ađ betri heilsu eitt og sér án hjálpartćkja?

Sumir eru haldnir ţeirri meinloku ađ ekki náist árangur nema kosta einhverju til. T.a.m. ţegar menn fara međ lyftunni upp á 15. hćđ í líkamsrćktina, greiđa fyrir ađ sprikla ţar smá stund í stađ ţess ađ ná sama árangri án ţess ađ borga krónu, međ ţví ađ labba upp stigann og niđur aftur.

En vonandi vegnar frćnkunum eirđarlausu vel.

 
mbl.is Orđnar leiđar á ađ vera heima
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárđarson

Nákvćmlega, sleppum fjandans Ultartoninu og notum bara ţađ sem stendur í seinni tilvitnun, alveg ókeypis.

Finnur Bárđarson, 14.9.2009 kl. 14:43

2 identicon

Ef ţú skođar myndina af ţeim ţá myndi mađur halda ađ ţćr myndu fullnýta sín eigin tćki og móta sinn líkama en ţćr hafa greinilega ekki hugsađ til ţess og satt ađ segja myndi ég aldrei treysta manneskju sem bođar flotta mjóa líkama sem er sjálft langt yfir međalţyngd.

 Alveg eins međ ađ ég myndi ekki vilja einkaţjálfara sem vćri spikfeitur.

j (IP-tala skráđ) 14.9.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ţótt ég sé sammála greinarhöfundi, verđ ég samt ađ benda á, "j", ađ ţegar ég horfi á myndirnar sé ég ekki tvćr konur sem eru langt yfir međal ţyngd.

Hinsvegar sé ég konur sem eru nokkuđ heilbrigđar, klćddar útifatnađi sem oft hefur veriđ talinn henta íslenskum ađstćđum.

Held ţú hafir fariđ í gegnum of mörg tískutímarit til ţess ađ geta haft heilbrigđa yfirsýn yfir hvađ telst eđlilegt og heilbrigt hvađ varđar ţyngd.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 14.9.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitin. Ţađ er alveg sama frá hvađa hliđ máliđ er skođađ, ekkert styđur fyrirbćriđ nema hégóminn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2009 kl. 21:20

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

 Ef ţessi ađfeđ dugar ekki, gćtu frćnkurnar tekiđ ađ sér ađ sparsla í veggi fyrir fólk, í útigallanum, ţó ţćr séu í innivinnu.

Marta Gunnarsdóttir, 14.9.2009 kl. 23:10

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt athugađ Marta, svo getur ţađ skipt sköpum ađ vera rétt gallađur í vinnunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2009 kl. 23:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband