Fyrirmyndarríkið í vestri.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 16.272 morð framin í fyrra, miðað við fólksfjölda ættu morð á Íslandi að hafa verið 17 í fyrra.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 89.000 nauðganir í fyrra, hlutfallsleg tala á Íslandi væri 93 nauðganir.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru 834.000 alvarlegar líkamsárásir í fyrra, hlutfallstalan á Íslandi væri  878 alvarlegar líkamsárásir.

 

·         Í fyrirmyndarríkinu Bandaríkjunum voru í fyrra 441.885 manns rænd. Sú tala á Íslandi ætti þá að vera 465.

 

En glæpum mun vera að fækka í Bandaríkjunum öfugt við þróunina hér.

 
mbl.is Yfir 16 þúsund myrtir í Bandaríkjunum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Hérna voru 310.000 manns rænd á undanförnum árum...

Ólafur Gíslason, 14.9.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er satt Ólafur, líkt fíflinu mér að gleyma því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tja já ansk 310þ shit, bestir eða mestir

Jón Snæbjörnsson, 14.9.2009 kl. 23:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jú, jú...

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2009 kl. 23:15

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Við erum grimmustu krimmarnir... miðað við höfðatölu. En eru þessar tölur mjög langt frá því sem gerðist hérna? Veit einhver hversu margir voru drepnir, lamdir og nauðgað?

Villi Asgeirsson, 15.9.2009 kl. 04:55

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Villi, það er ljóst að ekki eru skjalfestar allar líkamsárásir, nauðganir eða rán hér á landi. En líklegt verður að telja að þannig sé það líka í Bandaríkjunum og þessar tölur þaðan séu í raun allt of lágar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2009 kl. 10:21

7 identicon

Elsku vinur minn, hvað heldur þú að margir voru myrtir og mörgum konum nauðgað í fyrirmyndarríki þínu Rússlandi??

Þetta snýst meira um að þessar þjóðir eru hudruðmilljónmanna samfélög.

LS.

LS (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 10:32

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

LS. Það er ekki góður siður að sletta fram nafnlausum fullyrðingum sem eiga sér enga stoð. 

Hvergi getur þú fundið neitt frá mér komið þar sem ég mæri Rússland eða Sovét, hvað þá að ég segi að þar sé fyrirmyndarríkið að finna.  

Þeim hefur, í seinni tíð, blessunarlega farið mjög fækkandi sem sjá „dýrðina“ í þeirri átt.

Auðvitað er mikið um glæpi í Rússlandi og glæpir þar eru ekkert betri en glæpir annarstaðar, hvort heldur er í Bandaríkjunum, Kongó eða Kína. Fréttin var um glæpi í USA, ekki Rússlandi, Kína eða Kongó.

En því er ekki að leyna að stór hópur manna hér á landi horfir gagnrýnislaust ,með stjörnur og blik í augum á Bandaríkin og telja allt vænt sem þaðan kemur og hafa ekki svikist um að halda því á lofti.

Bandaríkin hafa vissulega margt til síns ágætis og þar býr að upplagi ágætis fólk, en það þýðir ekki að ekkert megi þar betur fara.

Þessi samanburður minn var gerður til að sína hve öfgafullar þessar tölur frá USA í raun eru, á Íslenskan mælikvarða.  Ertu ósammála því LS?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2009 kl. 11:27

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

MOTHERLAND!

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 15.9.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.