Hraðar hendur og fljótir fætur í dómskerfinu.

Stundum getur slappur málskilningur blaðamanna á móðurmálinu orðið býsna kómískur. Eftirfarandi málsgrein er upphaf fréttar á Vísi.is.

„Karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn nýtti sér ölvun og svefndrunga konu og hafði við hana samræði þegar hún var áfengisdauð“.

Af þessu verður ekki annað ráðið en að í dag hafi konu, í áfengisdái, verið nauðgað í Héraðsdómi Reykjavíkur og gerandinn hafi nú þegar hlotið dóm fyrir verknaðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!  Svona á réttvísin að vinna! Hratt og örugglega!

Björn Birgisson, 13.10.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Hverslags háttsemi er þetta, að vera að þessu brölti á þessum stað?

Ingimundur Bergmann, 13.10.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir kunna sig ekki. Það er tekið hart og hratt á því.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband