Salómonsdómur

Biskupinn hefur nú loks skriðið undan feldi sínum og tekið af skarið og tekið þá skynsamlegu ákvörðun að sr. Gunnar fær ekki aftur embætti sóknarprests á Selfossi.

Óskiljanlegt er hve lengi biskup hefur þvælst í þessu máli því lausnin og leiðin út úr því gat aðeins verið ein.

Þótt Gunnar hafi verið sýknaður fyrir dómi af þeim ákærum sem á hann voru bornar er ljóst af þessari óhjákvæmilegu ákvörðun biskups að prestinum er gerð refsing þrátt fyrir það.

En hjá því varð ekki komist, enginn friður hefði orðið um nærveru prestsins í sókninni, burtséð frá sýkn eða sekt.

Ég er ekki kirkjunnar maður er mér ljóst að prestar gegna stöðu sinnar vegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu og því er nauðsynlegt að þeir njóti trúnaðar samfélagsins og störf þeirra og heilindi séu hafin yfir allan vafa.

Því var nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að brjóta á réttindum prestsins.

Samkvæmt nýjustu fréttum mun sr. Gunnar vera afar ósáttur, en hans hagsmunir hljóta að vera þeir, að láta kyrrt liggja.

  
mbl.is Gunnar til Biskupsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Komin er skýring á tregðu biskups. Sr. Gunnar hefur endursent bréfið!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Heimir. Sr. Gunnar hefur lesið bréfið fyrst og fengið skilaboðin, en ég tel víst að biskupinn taki sér drjúgan umhugsunartíma, hvernig á skuli  tekið.

Það er nóg af vandamálum í samfélaginu svo að kirkjan sé ekki að gera sér að leik að halda sóknarbörnum á Selfossi í óvissu og angist mánuðum saman yfir sóknarprestinum sem það treystir ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í fréttum stöðvar 2 áðan var sagt að 10 prestar ætluðu að halda sr. Gunnari stuðningsfund á Selfossi.

Hvað gengur þessum syndlausu guðsmönnunum til?

Telja þeir ýtrustu réttindi prestsins það mikilvæg að friði í sókninni sé vel fórnandi til þess.

Að upplausn, ófriður, vinslit og væringar sé prestsins virði sem aldrei fær starfsfrið þótt honum verði nauðgað inn á söfnuðinn.

Klofningur verður óhjákvæmilegur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2009 kl. 18:46

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Presturinn á að sækja um hjá Vegagerðinni. Vantar ekki alltaf vegpresta?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2009 kl. 19:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Verður hann þá á Guðs vegum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2009 kl. 19:24

6 Smámynd: Björn Birgisson

Getur Gunnar ekki fengið að raða í pokana í Bónus, faðmað og kysst viðskiptavinina og haldið embættisheitinu pokaprestur.

Björn Birgisson, 15.10.2009 kl. 19:39

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Pokaprestur!  

Ég get ekki séð að Gunnari sé nokkur vorkunn að starfa á biskupsstofu og þreifa þar á málum í rólegheitum.

Biskupsstofa kemst sennilega næst því að teljast verndaður vinnustaður.

Mér þykir ótrúlegt að Gunnar hafi í alvöru trúað því að hann ætti afturkvæmt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2009 kl. 19:58

8 identicon

hvað getið þið kverúlantar gaggað mikið? tómt blaður... k

k.jonsd. (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 21:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Æ, æ, kemur ekki ein kvartsár og aðfinnslusöm kerlingartuska sem veit ekki hver hún er og bítur sjálfa sig í afturendann, grey skinnið!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2009 kl. 22:11

10 identicon

Sæll kæri bloggar.

Vildi bara benda þér á þá staðreynd að Gunnar komst á eftirlaunaaldur Í DAG, svona úr því að þú varst að velta fyrir þér hvers vegna biskupinn dróg þessa "ákvörðun" svo á langinn.

 Þetta er því engin tilviljun.

Mér finnst þetta hins vegar hreinn og klár dónaskapur og tillitsleysi hjá biskup íslands þar sem stúlkurnar hafa þurft að bera þetta mál á bakinu þar til þær fengu loksins LOKSINS einhvern lokapunkt á þetta í dag!

 kv.

kunnug málsins (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 23:24

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki bætir þetta biskups þátt málsins.

En Gunnar virðist hafa verið staðráðinn í að snúa aftur þrátt fyrir þessi tímamót!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2009 kl. 00:01

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"He'll be back.."

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.10.2009 kl. 00:18

13 Smámynd: Björn Birgisson

Sure.

Björn Birgisson, 16.10.2009 kl. 00:48

14 Smámynd: Reputo

"...mér ljóst að prestar gegna stöðu sinnar vegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélaginu og því er nauðsynlegt að þeir njóti trúnaðar samfélagsins..."

Baahhaaahaahaaahaaaaaaa, góður

Reputo, 16.10.2009 kl. 08:20

15 identicon

Ég þekki nú ekki eftirlaunaaldurinn hjá prestum, en hann er fæddur 15. okt 1944 skv. Íslendingabók sem gerir hann 64 ára í dag.  Ekki er það eftirlaunaaldurinn hjá prestum, 3 árum fyrr en aðrir?!?

hmm (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:56

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

hmm, sennilega er gengið útfrá hinni svokallaðri 90 ára reglu, sem er starfsaldur + lífaldur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2009 kl. 10:36

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Reputo, ég er ekki í þjóðkirkjunni og nota ekki þjónustu hennar að öllu jöfnu. En þær aðstæður hafa komið upp að ég hef þurft að leita til presta, einmitt vegna hlutverks og stöðu þeirra. Að sjálfsögðu var leitað til presta sem ég taldi traustsins verða.

Ég á þrjú börn, tvö þeirra eru fermd, eitt ekki. Það var þeirra val, eðlilega. En það er kristalstært að ég hefði aldrei látið þau ganga til spurninga til prests sem hefði svipað á bakinu og sr. Gunnar, hvort sem hann hefði sýknu frá Hæstarétti upp á vasann eða ekki.

Ég myndi láta barnið en ekki prestinn njóta vafans og velja annan prest, sem ég teldi mig geta treyst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.10.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.