Inn - og aldrei út aftur!

rimlarFimm ára dómur Hæstaréttar er allt of vægur dómur fyrir svona brot, en þó spor í rétta átt miðað við fyrri dóma. Að kalla þetta brot er ekki rétta orðið á svona viðbjóði. Að nauðga eigin barni, 2ja ára gömlu, er ólýsanlegur hryllingur. Þennan mann á að loka inni fyrir fullt og fast.

En níðingsverkið á barninu er ekki eini hryllingurinn í þessu máli. Sá dómari sem dæmdi manninn í Héraðsdómi ætti aldrei að fá að koma nálægt svona málum framvegis, því sú staðreynd að hann taldi tveggja ára fangelsi hæfilega refsingu, sýnir að hann er til þess gersamlega vanhæfur.

Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur hver sé ástæða „mildi“ dómarans, en fólk hlýtur að spyrja sig þeirrar spurningar.


mbl.is 5 ára fangelsi fyrir brot gegn dóttur sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mér finnst þetta blygðunarlaus dómur - 5 ár fyrir að nauðga margoft pínulitlu barni???? fyrri dómurinn er náttúrulega bara geðveiki en sá seinni lítt skárri :(

skil vel að þú spyrjir þig að þessu, dómsstólar eru krípí, mjög siðblidnar stofnanir að mínu mati!

halkatla, 22.10.2009 kl. 18:26

2 identicon

mikið er eg sammála ykkur

eg mundi ekki vilja að þessir dómarar og aðrir kæmu nálækt mínu barni..

mer er alveg sama hver lögin eru við þessu þessir men eiga að vera yfirlögunum ef þess þarf..hugsið ykkur ,,þeir hækka dóma i fíkniefna málum það er ekkert mál fyrir þá ða hækka þessa kynferðisbrota dóma líka..en eins og þið segið enhvað mjög vafa samt i gangi með þessa menn(dómara) VANHÆFIR!!

jon hjálpar (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 19:33

3 identicon

þetta er veikur maður ekki gleyma því. Hann á ekki að fara í fangelsi. hann þarf hjálp. Og hún er til. Svona mönnum á að lóga eins og veikum dýrum. kúla í hnakkann og viðkomandi er læknaður fyrir lífstíð!

óli (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 19:42

4 Smámynd: Karl

Jæja!

Er ekki LÖNGU komið nóg af þessum viðbjóðslega vægu dómum yfir kynferðisafbrotamönnum? Glæpir gerast varla hryllilegri en þetta, en samt er maðurinn dæmdur til aðeins tveggja og svo fimm ára fangelsisvistar...?!

Kerfið heldur ítrekað áfram að bregðast í slíkum málum. Hvers vegna fær þessi geðveiki að viðgangast hér á landi og af hverju hefur ekkert verið gert?

Ó, eitt enn. Þar sem fangelsin eru yfirfull hvort eð er, þarf þetta mann-skrímsli þá ekki að bíða í lengri tíma eftir því að geta afplánað dóminn??

Karl, 22.10.2009 kl. 20:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki verður annað skilið af viðtali á Vísi.is við Braga Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu en að Hæstiréttur hafi fullnýtt refsirammann.

Það er undarlegt ef 5 ár er hámark í svona málum þegar menn eru dæmdir í tvöfalt þann tíma fyrir smygl á dópi, ekki að ég sé að gagnrýna það. Sé þetta rétt þarf löggjafinn að bæta úr þessu og víkka rammann.

Það var minnst á að maðurinn væri veikur, hann var af sálfræðingum metinn sakhæfur þótt hann ætti við  alvarlega persónuleikaröskun að stríða.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2009 kl. 20:58

6 identicon

5 ár fyrir að nauðga 2 ára dóttur sinni ítrekað? 5 ár? Eruð þið að grínast? Ég veit ekki hvort er meiri viðbjóður, þessi helvítis aumingi, eða þessir helvítis dómarar sem eru algjörlega ómennskir og hafa ekki snefil af tilfinningum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:01

7 identicon

En er ekki skrítið að læknir sem skoðar telpuna telur að útilokað sé að hann hafi nauðgað henni ????    Mér finnst það ansi merkilegt.    svona í ljósi þess að hann hefur neitað allri sök frá upphafi....   er það möööögulegt að hann sé saklaus  ???? 

Geir Grétarsssss (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 21:14

8 Smámynd: Páll Jónsson

Geir: Hann var ekki dæmdur fyrir að hafa haft samræði við hana heldur "önnur kynferðismök". Það er sem sagt fallist á þessa skoðun læknisins (sem passar ágætlega við framburð stúlkunnar skv. dómnum).

Páll Jónsson, 22.10.2009 kl. 21:48

9 identicon

mikið óskaplega fara í taugarnar á mér þessar sífelldu blammeringar á hendur dómurum frá fólki sem í flestum tilfellum hefur ekki hundsvit á því sem það er segja...  jón flón er gott dæmi

Dómarar hafa ekkert val um það hversu lengi þeir mega dæma fólk í fangelsi, þeir verða einfaldlega að fylgja þeim refsiramma sem löggjafinn setur.

Ef Siggi er tekinn með 10 kíló af kókaíni árið 1990 og fær 5 ára fangelsi, þá má ekki dæma Jóa í 7 ára fangelsi árið 2000 fyrir að vera með 10 kíló af kókaíni - NEMA, að á milli áranna sem þeir frömdu glæpina hafi refsirammi fyrir viðkomandi brot verið hækkaður.

Nú var refsirammi fyrir svona brot hækkaður nýlega, það þýðir hinsvegar að mál sem eru eldri en nýju lögin, þ.e. þegar brotin voru framin áður er lögin voru sett verður að dæma eftir eldri rammanum.

Hér er dæmt eftir þeim nýju

Cicero (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:25

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Cicero, auðvitað þurfa dómarar að dæma innan þess refsiramma sem lög kveða á um.

En dómarar hafa víst val, þeir hafa val allt frá sýknu og upp í hámarksrefsingu.

Héraðsdómur og Hæstiréttur dæmdu málið eftir sömu lögum og á báðum stigum var hann sekur fundinn en ákvörðuð refsing gjörólík.

Því er ekkert óeðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig standi á því að þessi tvö dómsstig hafi svona gjörólíka sýn á málið.

Svo hafa menn auðvitað rétt á því að hafa skoðun á því hvort dómar hæfi afbrotinu Cicero, þótt það fari í taugarnar á þér. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 02:35

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

það er ekki til sú refsing sem dugar gagnvart svona viðbjóði.

Kanski "læknast" þessir aðilar ef þeir eiga yfir sér lífstíðardóm fyrir sitt ógeðslega athæfi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.10.2009 kl. 04:22

12 Smámynd: Páll Jónsson

Cicero er með point. Það er alls ekki þannig að dómarar hafi frjálsar hendur til að dæma innan refsiramma laganna, þeir verða að dæma í þokkalegu samræmi við þá dóma sem á undan fara, þ.e. fylgja fordæmi. 

Ef dómarar vilja breyta refsiþunganum án þess að lögum sé breytt þá verður að gera það hægt og rólega svo við almennu borgararnir getum alltaf haft þokkalega hugmynd um hversu þung refsing liggur við brotum. 

Páll Jónsson, 23.10.2009 kl. 07:33

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rétt er það Páll, en dómur Hæstarétts er risastökk fram á við miðað við fyrri dóma og gefur þá nýtt fordæmi.

Enginn, held ég, er þeirrar skoðunar að þetta mál sé ekki með þeim ógeðslegri og ekki fyrir venjulegt fólk að ímynda sér eitthvað verra. 

Ég spyr sjálfan mig, í ljósi þess að Héraðsdómur taldi 2 ár hæfileg í þessu sérstaka máli, hvernig þeir ágætu menn sjái fyrir sér að mál þurfi eiginlega að vera vaxið til að það kalli á hámarks refsingu.

Mér er fyrirmunað að sjá það fyrir mér og vonandi reynir aldrei á það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 10:02

14 identicon

Hér er hugsanlega um það að ræða að viðkomandi héraðsdómari hafi verið tregari til að nýta nýja refsirammann og þess í stað fylgt eldri fordæmum, þ.e. dæmt eftir fyrri dómum frekar en að nýta refsirammann og það er allt í lagi með það svosem, en sem betur fer höfum við æðra dómsstig, hér kemst hæstiréttur að því að í lagi sé að nýta refsirammann betur og með því erum við komin með gríðarsterkt fordæmi svo að í framtíðinni munu héraðsdómarar eiga mun auðveldara með að nýta þennan ramma og dæma menn til þyngri refsingar en ella

Þú segir Axel að dómarar hafi val, allt frá sýknu til hámarksrefsingar - það er svosem rétt - en samt ekki, eins og ég útskýrði hér ofar þá geta dómarar ekki dæmt menn til mismunandi refsinga fyrir sömu brot á grundvelli sama refsiramma

Cicero (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:53

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ef ég man rétt höfðu margir efasemdir um foreldra barnsins, að þau hefðu ekki næga vitsmuni til að annast það. Það reyndist rétt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.10.2009 kl. 12:00

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mikið rétt Heimir. Barnaverndaryfirvöld reyndu að svipta foreldrana forræði fyrir dómi en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Fullvíst má telja að Barnaverndin hefði fengið yfir sig venjubundið skítkast, hefði það náð fram að ganga. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 12:25

17 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já þetta er rétt hjá ykkur. Foreldrarnir vanhæfir. Skelfilegt mál..Ég öfunda ekki barnaverndaryfirvöld..Sat sjálf í barnaverndarnefnd í 8 ár. Hef reynslu af að vera með þykkann skráp.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.10.2009 kl. 13:12

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já það er lítt öfundsvert að vera í barnaverndarnefndum, þurfa að sæta skítkasti og sleggjudómum og gagnrýni varðandi flest mál en geta ekki, eðli máls samkvæmt, haldið uppi vörnum með rökstuðningi og útskýringum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.10.2009 kl. 14:45

19 identicon

Ætli dómurum líði ekki stundum eins, því ekki fá þeir að útskýra sín mál eða yfirhöfuð ræða sína dóma við nokkurn mann.. sitja þeir þó oft undir alveg hreint ótrúlegum svívirðingum

Cicero (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 14:11

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Dómar eru ólíkir barnaverndarmálum. Dómar eru birtir opinberlega frá orði til orðs. Fundargerðir og öll umfjöllun barnaverndarnefnda eru algert trúnaðarmál, svo þar er ólíku saman að jafna.

Auk þess man ég ekki betur en Jón Steinar hafi ritað blaðagrein um dóm sem hann kom að.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.