Tundurdufl eða tundurskeyti?

tundurduflÍ fréttum af þessu flaki, sem nú hefur verið staðfest að sé af tundurspillinum Alexander Hamilton, hefur því hvað eftir annað verið haldið fram að skipinu hafi verið sökkt með tundurdufli, sem er alrangt.torpedo_comp

.

.

.

Það er vitað að Þýski kafbáturinn U132 sökkti Alexander Hamilton. Kafbátar nota  tundurskeyti ekki tundurdufl.

Tundurdufl er eins og nafnið bendir til dufl með sprengihleðslu sem lagt er við festar til að loka af eða torvelda siglingar skipa um ákveðin svæði.

Tundurskeyti er eins og nafnið bendir til skeyti með sprengiefni sem skotið er á skotmarkið, þau voru drifin,  ýmist með þrýstilofti eða rafmagni. djúpsprengja

Það er merkilegt hve oft blaðamenn rugla þessu tvennu saman. Þeir hafa jafnvel kallað djúpsprengjur,  tundurdufl.  Djúpsprengjur voru notaðar gegn kafbátum.

.


mbl.is Lekinn var frá Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband