Þetta er fullkomlega eðlilegt hlutfall!

Hlutfall kvenna,  innanvið  ¼ af viðmælendum í þáttum  á RUV eins og t.d. Silfrinu og Vikulokunum, er fullkomlega eðlilegt og alls ekki gagnrýniverð.

Því það endurspeglar hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu, það óeðlilega er,  hve illa konum gengur að ryðja sér braut í stjórnunarstöður í þjóðfélaginu.  

Það væri líklegra til árangurs fyrir konur ef Kvenréttindafélag Íslands réðist  gegn orsök vandans, en hjólaði ekki í afleiðinguna.   

Egill Helgason og Hallgrímur Thorsteinsson bera ekki ábyrgð á vandanum, þeir gera hann aðeins sýnilegan.


mbl.is Sjónarmið kvenna komast ekki að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað telur þú vera orsök vandans?

linda (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Linda; vandann er að finna út í þjóðfélaginu, afstöðu karla til kvenna, lélegs sjálfsmats kvenna o.s.f.v. 

Fáar konur í Silfrinu er ekki orsökin, svo mikið er víst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2009 kl. 14:08

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér Axel.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.11.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta snýst alls ekki um afstöðu karla til kvenna, heldur afstöðu kvenna til sjálfs sín. Konur eru ekki nógu "graðar" að koma sér á framfæri.

Ýmsir þáttastjórnendur hafa kvartað yfir því að mun erfiðara sé að fá konur sem viðmælendur en karla.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 15:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta Ásdís

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2009 kl. 15:28

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar þetta er laukrétt hjá þér, en það væru ýkjur að segja að karlar hafi  stutt við bakið á konum á framabraut og gefið þeim rými, hver sem ástæðan er. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2009 kl. 15:35

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á "græðgisárunum" hefur eflaust þót betra að hafa áhættusækna karla í stjórnunarstöðum. Að ferðast á fundi til útlanda, fyrirvaralaust í tíma og ótíma, hentaði körlum betur en konum ef ung börn voru á framfæri þeirra, en það ætta að hafa breyst með tilkomu feðraorlofsins.

En er það svo? Ég held að konur séu heimakærari. Kannski er það galli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 16:20

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og í samkeppnisumhverfi er hver sjálfum sér næstur. Enginn karl myndi hygla öðrum karli, á kostnað sjálfs síns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 16:21

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru gild sjónarmið, Gunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.11.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.