Hvernig má það vera?

Hvernig getur einhver lagt fram „spá“ kinnroðalaust, hvernig hagvöxtur og staða þjóðarbúsins verður eftir 5 ár? Tekur einhver í alvöru mark á þessu eftir það sem á undan er gengið?

Hvaða aðferðir og formúlur notar AGS til að finna þetta út? Þær sömu og sögðu okkur 2007 að hagvöxtur hér og útþensla lífsgæða tæki aldrei enda?

Þó einhver hagfræðingurinn eða greiningardeildarsérfræðingurinn innan bankakerfisins hafi skynjað hvað myndi gerast á haustmánuðum 2008, þá  var það ekki sagt upphátt, enda þáðu þeir ekki laun fyrir það.

Fyrir venjulegt fólk er það illskiljanlegt hvernig AGS ætlar að ná fram hagvexti hér í náinni framtíð,  því meðulin sem AGS beitir  á hagkerfið eru meira í ætt við eitur en fjörefni.

AGS ætti að snúa greiningardeild sinni innávið og skoða sögu bankans, slóð auðnar  og dauða.

Svo mikið er víst að það verða ekki greiningardeildarsérfræðingar AGS sem rífa þjóðina upp úr þessum fúla pytti, það gerir hún sjálf.

  


mbl.is Spá hagvexti eftir 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband