Hálfvelgja og hortugheit

Ingibjörg og ÍslandÉg verð að játa að ég skil ekki til hlítar þessa yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, ef rétt er eftir henni haft. 

Það er ljóst að ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar daufheyrðist mánuðum saman fyrir hrunið, þótt  viðvörunarbjöllur hringdu linnulaust og aðhafðist ekkert til að hindra eða draga úr yfirvofandi áföllum.

Ef skilningur minn á orðum Ingibjargar er réttur þá virðist hún ekki mjög leið yfir þessu aðgerðarleysi sínu heldur því að þjóðin hafi í kjölfarið orðið hamslaus af reiði, því reiðin sé mjög vont afl. Geir traust efnahagsstjórn 

Engu er líkara en Ingibjörg sé að reyna að nálgast afsökunarbeiðni án þess að geta eða vilja stíga skrefið til fulls. Enda er tilgangur slíkrar afsökunarbeiðni óljós þar sem  ekki er sjálfgefið að þeir sem á hlýða teljist fulltrúar þjóðarinnar.

Þá er það spurning hvort hortugheit Geirs H. Haarde sé ekki skömminni skárri, hann hefur ekki reynt að nálgast afsökunarbeiðni og ætlar ekki að gera það, að eigin sögn,  því hann ber  hreinlega ekki ábyrgð á einu eða neinu varðandi efnahagsstjórn landsins undanfarin ár. - Hreinar línur hjá Geir – engin hálfvelgja þar á ferð.


mbl.is Ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð færsla Axel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.11.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir það Heimir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2009 kl. 14:30

3 identicon

Aumingja konan.  Hún á langt í land að vera meðvituð hvað hún hefur gert þjóðinni.  Fyrirgefa ..og fyrirgefa.  Eru allir tilbúnir til þess.

J.þ.A (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:07

4 identicon

Það eru þó góðar fréttir í þessu.Kellingin segir að hún sé ekki á leið í stjórnmálin í bráð að vísu. 

ingo skulason (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ingibjörg ber auðvitað fulla ábyrgð á hennar aðkomu að stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og þeim sofandahætti og andvaraleysi sem sú stjórn viðhafði í aðdraganda hrunsins.

En Ingibjörg ber auðvitað ekki ábyrgð á forsögu málsins sem var það hömlulausa fjármálaumhverfi sem Sjálfstæðisflokkurinn innleiddi og ber höfuð ábyrgð á, ásamt Framsóknarflokknum.

Ingibjörg er horfin af vettvangi stjórnmálanna og á ekkert erindi þar framar. En við skulum ekki gleyma því að á Alþingi sitja enn þingmenn sem bera fulla ábyrgð hvernig fór. Menn og konur sem voru í hrunadansinum miðjum með sín kúlulán og alles, lán sem þjóðinni er nú gert að borga.  

Eins og til að mynda frú varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hver sagði síðastliðið haust að allt varðandi aðkom þeirra hjóna í lánasukkinu yrði gert opinbert. Fastlega var gert ráð fyrir að sú hreingerning yrði færi fram fyrir landsfund flokksins en varð ekki.

Enn heldur varaformaðurinn spilunum þétt að sér og ekki líklegt að hún  leggi þau á borðið héðan af.  Enda verður endurkjör hennar í varaformannssæti flokksins ekki túlkað á annan veg en aflúsun og syndaaflausn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2009 kl. 16:32

6 identicon

Það er undarlegt að skrá slíkar færslur á vef sem rekinn er undir stjórn Davíðs Oddssonar, sem ásakar alla aðra en sjálfan sig um það sem miður fór. ISG var utanríkisráðherra í 15 mánuðui fyrir hrun, og ber að sjálfsögðu sína ábyrgð á því, enda hefur hún axlað hana með afsögn sinni. En flísin í auga andstæðingsins er auðvitað alltaf sýnilegri en bjálkinn í eigin auga ...

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:45

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef ég á að taka til mín þetta með flísina Jóhannes, þá er rétt að upplýsa að ég stóð Ingibjörgu ekki fjær en það að ég greiddi henni atkvæði mitt þegar hún keppti við Össur um formannsstólinn.

Þannig að bjálkinn er mér vel sýnilegur......

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.11.2009 kl. 20:31

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég ber líka svipaðann bjálka í auga eins og þú Axel  ..

Kveðja frá Alabama.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.11.2009 kl. 05:53

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir innlitið Silla.

Kveðja til Alabama.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.11.2009 kl. 09:18

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hún fer fínt í þetta og kemst líkega upp með það - það er kanski ekki aðalmálið í dag heldur hitt að klára uppgjörið og byggja upp að nýju sem ég er nokkuð viss um okkur takist sameiginlega.

líst illa á þessa "bjálka" í "glirnunum á ykkur Axel og Silla - losið ykkur við þetta "pjátur"

Jón Snæbjörnsson, 10.11.2009 kl. 11:04

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Axel ég er líka með drumb í auganu, en svo kemur Jón til hjálpar eins og svo oft :)

Finnur Bárðarson, 19.11.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband