„Vinir okkar“ Bretar

Er eitthvað í þessum fréttum sem kemur í sjálfu sér á óvart?

Er einhver sem trúir því í einlægni að stríðsmang og hernaðarhyggja séu samherjar sannleikans?

Var sannleikurinn leiðarljósið þegar Davíð og Halldór, tveir einir, gerðu Ísland að þátttakanda í Íraksstríðinu?

Svo virðist sem kappið hafi verið meira en forsjáin hjá blessuðum Bretunum, rétt eins og hjá okkar landsfeðrum, enda skynsemin sjaldnast meðreiðarmær þegar liggur á að gera sig gildan í augum  Sam frænda.

Voru þeir ekki fremstir þarna skítseiðið Gordon okkar Brown og Tony karlinn Blair sem blessunarlega missti af vagninum að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins?

Bretar virðast bestir í því að knésetja varnarlausar örþjóðir, því þar hefur þeim tekist hvað best upp undanfarið.

  
mbl.is Mistök og leynd í Íraksinnrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Þeir náðu líka kverkataki á Bandaríkjunum strax 1913 og hafa haldið því kirfilega síðan þó að leiktjöld sýni annað, þeir gátu ekki látið þá komast upp með að vera með frjálsa banka en ekki seðlabankasystemið sem er aðal arðránstólið, stríð og morð á nokkrum forsetum dugði til og frumvarpinu um stofnun Fedaral Reverse System laumað í gegnum þingið þegar meirihluti þingmanna var í jólafríi þetta örlagaríka ár. Kennedy hugðist ganga á hólm við þetta kerfi og var tekinn út líka. Hann náði þó að láta prenta dágóðan slatta af nýjum seðlum sem áttu að taka við og ríkið að yfirtaka seðlaprentunina algerlega, enda fáránlegt þegar pælt er í því, að borga klíku auðjöfra og alþjóðlegra bankamanna fyrir að prenta dollara og lána síðan ríkinu með umtalverðum vöxtum lögðum á, þegar ríkið (almenningur) getur gert það sjálft á kostnaðarverði. Armur gamla heimsveldisins teygir sig lang nú sem áður, aðferðirnar verða aðeins enn lævísari með tímanum.

SeeingRed, 22.11.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband