Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Grænfriðungar fella grímuna
4.3.2008 | 12:41
Hér höfum við það á hreinu. Borðum hvalkjöt. Samkvæmt nýrri rannsókn er losun á koltvísýringi til muna minni við framleiðslu á hvalkjöti en öðru kjöti. 1,9kg af koltvísýringi á kíló af hvalkjöti á móti heilum 15,8kg við framleiðslu á nautakjöti.
Það er óneitanlega skondið að Grænfriðungar segja verndun hvala mikilvægari en einhver gróðurhúsaáhrif. Eru þeir ekki komnir í mótsögn við sig sjálfa?
Ég sem hélt að gróðurhúsaáhrif og mengun ógnaði hvölum ekki síður en öðrum lífverum.
Borðið hvalkjöt og bjargið heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Símagjöld hækka
3.3.2008 | 15:29
Hvar værum við ef við hefðum ekki blessaða samkeppnina til að sporna við hækkunum, og knýja fram lækkun á símakostnaði?
Vodafone hækkar verð á símtölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimaslátrun
3.3.2008 | 09:53
Það var í fréttablaðinu í morgun heldur nöturleg frétt frá Úkraínu. Læknir einn bauð til sín í mat tveimur konum og tveim körlum. Ekki er alveg á hreinu hvað gerðist í veislunni nema hvað að stíft var drukkið og læknirinn endaði sjálfur sem aðalrétturinn í eigin matarboði.
Eftir handtöku gáfu fjórmenningarnir þá skýringu að þeim hefði allt í einu langað til að bragða mannakjöt. Það voru því viðhöfð snör handtök og læknirinn aflífaður með hamri. Skornir af honum valdir bitar, þeir grillaðir og étnir.
Hvar eru bestu bitarnir á manni? Spyr sá sem ekki veit. Maður hafði lesið um skort á mat og öðrum nauðsynjum á þessum slóðum en..........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Borgarstjórinn klónaður.
2.3.2008 | 18:04
Þetta er lausnin! Bara að klóna Villa líka og í nógu mörgum eintökum. Ein Villi, tví Villi, þrí Villi, fjór Villi og svo framvegis þar til að fyllt hefur verið í tölu meirihlutans.
Svo yrði líka að klóna Dag fyrir minnihlutann. Það yrði þá 1. Dagur, 2. Dagur, 3. Dagur o.s.f.v.
Borgarfulltrúarnir yrðu þá kallaðir borgarflón. Ó,ó fyrirgefið borgarklón.
Borgarstjórinn klónaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sérhannað fyrir íslenskar aðstæður?
2.3.2008 | 16:43
Ný regnhlíf vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endir hefur verið bundinn á upplausnina
2.3.2008 | 09:32
Þetta endurspegli þá lausung sem skapaðist þegar framsóknarmaðurinn Björn Ingi sleit samstarfinu við sjálfstæðisflokkinn.
Kjartan segir að það taki almenning tíma að öðlast traust á borgarstjórn að nýju. Engin tenging virðist vera hjá honum við þá ótrúlegu revíu og fáránleika sem sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið borgarbúum uppá síðustu vikur. Þvílík afneitun. Hér er allt sett upp með öfugum formerkjum.
Kjartan lítur algerlega framhjá þeirri staðreynd að fyrri meirihluti naut stuðnings 60% borgarbúa.
Ef Kjartan lendir í því að keyra aftan á næsta bíl, skyldi hann þá kenna fyrri eiganda bílsins um óhappið?
Svo bítur hann höfuðið af skömminni þegar hann kallar eftir stuðningi þeirra, sem sköpuðu ótraustið að hans sögn, til að vinna að því að skapa traust á borgarstjórn að nýju !!?
Af hverju gerir hann það?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hraðakstur og Pýþagóras
1.3.2008 | 00:32
Á 88 klukkutímum í síðustu viku voru 89 ökumenn myndaðir fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngunum. Sá sem hraðast ók var á 100. Að vísu var þetta lítið hlutfall ökumanna, eða 1,6%. Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni hver hraðatakmörkin eru í göngunum og að þar eru hraðamyndavélar. Svo ekki sé talað um merkingar í bak og fyrir bæði við munna gangana og í þeim sjálfum. Og pottþétt að hraðakstur þar kostar mynd. En það er eins og það sé ekki vinnandi vegur að koma upplýsingum inn í höfuðið á sumum.
Þetta minnir mig á sögu sem kennari einn sagði mér. Hann var með skyndipróf snemma hausts og ein spurningin var: Hvernig er Pýþagórasarregla?
Af 15 nemenda bekk voru aðeins 3 sem höfðu hana rétta. Kennaranum fannst þetta að vonum frekar klént. Hann sagði því bekknum að þessi spurning myndi koma á öllum skyndiprófum til vors og jafnvel á aðalprófinu um vorið. Með því að læra regluna gætu nemendurnir í það minnsta tryggt sér 1 heilan á öllum prófunum.
Og um vorið var einn nemandi sem enn þráaðist við að meðtaka boðskapinn.
Bloggar | Breytt 2.3.2008 kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)