Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Höfundarréttur eða líf og limir?

Það er greinilegt að dómstólum þykir höfundarréttur að einhverri sögu meira virði en líf og limir konu sem sætt hefur fólskulegri árás og nauðgun. Þarf að segja meira. Skömm er að.

 


mbl.is Bótaskyldur vegna ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig má þetta vera?

Getur verið að þetta sé rétt? Ég trúi ekki mínum eigin augum. Var dómarinn að dæma "þjáningabróður" sinn?

Hver er þessi dómaravesalingur sem telur þetta hæfilegt. Getur verið að hann geti horft framan í fjölskyldu sína þegar hann kemur heim í kvöld?

  


mbl.is Dæmdur í fangelsi fyrir ofbeldi og kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðleg miðlun eða mansal?

Þetta kallar maður þjónustu. Það er deginum ljósara að sumstaðar borgar það sig að tilheyra söfnuði Guðs. Ef kirkjan hér á landi tæki þetta upp er aldrei að vita nema það trekkti að og fjölgaði sanntrúuðum.

En ekki er víst að þetta fyrirkomulag falli í kramið hjá bleika liðinu.

  


mbl.is Vísindakirkjan í kvinnuleit fyrir einmana Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi mokar holu

Ekki fannst mér hróður Bubba aukast með viðtalinu sem tekið var við hann í Kastljósinu í kvöld. Held að plötusala hans aukist ekki í Eyjum í bráð. Og víðar.

Þetta stefnir í Kristjánsseringu Jóhannssonar.

Ef Bubbi gáir ekki að sér þá urðar hann sjálfan sig í eigin holu. Og það hratt, því eins og gömlu konurnar sögðu, þá virðist vitið ekki meira en Guð gaf.

  


Lattur eða hvattur?

Ekki finnst mér þetta líklegt, í sannleika sagt,  til að skila þeim árangri sem til er ætlast.

  


mbl.is Sex mánaða kynlífsbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dramb

Bubbi Morthens ætti að láta það vera að tala niður til annarra tónlistarmanna, opinberlega í það minnsta, eins og hann gerði nýlega. Maður sem hefur ekki annað fram að færa en endursemja sama lagið aftur og aftur, ætti að láta slíkt ógert.

Bubbi og menn, sem eru í svipaðri stöðu og hann, verða að hafa það þykkan skráp að þeir þoli neikvæða gagnrýni við og við, án þess að stökkva upp á nef sér.

Sjónvarpsþátturinn „Bandið hans Bubba“ er að mestu misheppnaður þáttur. Ástæða þess er ekki hvað síst drambsemi og tónlistarlegur hroki Bubba. Hann er ekki sjónvarps týpa og hann er fráleitt sá sjarmur sem hann telur sig vera.

Menn geta hreinlega kafsiglt sig með egóisma og hroka. Nægir að nefna Kristján Jóhannsson, sem gekk fram af þjóðinni með frekju og tilætlunarsemi í sambandi við styrktartónleika fyrir nokkrum árum. Við gagnrýni tvíefldist Kristján í sjálfshóli og drambi og fór mikinn.

Útkoman fyrir Kristján var sú,  að diskur sem hann gaf út um þær mundir, seldist ekki, alls ekki. Þjóðinni var misboðið.

  

 
mbl.is Bubbi og Biggi í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skákað í skjóli......

Guðni Ágústsson vill stofna  skáksetur til heiðurs Fischer og Friðriki og til minningar um afrek þeirra. Ja hérna. Íslenskir stórmeistarar í skák eru að ég held orðnir 12 talsins. Margir þeirra sterkari skákmenn en Friðrik. Samt tala menn og láta eins og Friðrik Ólafsson sé eini stórmeistari landsins.

Og nú hefur Fisher verið settur á stallinn með Friðrik en ekki minnst einu orði á aðra stórmeistara. Það er eins og þeir séu óhreinu börnin hennar Evu. Fischer snerti aldrei á taflmanni fyrir Íslands hönd. Verður ekki bráðum farið að segja að heimsmeistaratitilinn sem Fischer vann af Spassky  1972, hafi ekki verið bandarískur heldur íslenskur?

Ofdýrkunin á Fischer gekk meira að  segja svo langt að, svokallaðir stuðningsmenn hans, kröfðust þess  í fúlustu alvöru að Fischer yrði jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum, þar sem aðeins tveir synir Íslands hafa, fram til þessa, fengið legstað!  

Það er lán að við erum ekki kaþólikkar því þá væri hann kominn í dýrlingatölu. Enda var maðurinn sérlega málprúður og grandvar.

  


mbl.is Skáksetur til heiðurs Fischer og Friðriki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að gefa upp andann

Í frönsku þorpi hefur fólki verið hótað harkalegum refsingum ef það gefi upp andann án leyfis.

Þetta hljómar eins og fáránleg lög sem ég las um að giltu einhverstaðar; "að þeir sem gerðust sekir um sjálfsmorð gætu átt yfir höfði sér dauðadóm!" 

 


mbl.is Gjörið svo vel að deyja ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógeð

Nautaat, hanaat og hverskonar sýning þar sem níðst er á dýrum, þeim misþyrmt, þau særð eða deydd til að svala kvalalosta og adrenalín þörf aumkunarverðra manna er eitthver lágkúrulegasti þáttur mannlegs eðlis.

Og að sjá börn notuð til þessa er ólýsanlegur hryllingur.

Við gætum allt eins verið stödd á miðju Coloceum þar sem menn voru brytjaðir niður, svo og skepnur, lýðnum til skemmtunar.

  


mbl.is Tíu ára nautabani í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar K. Guðfinnsson sýnir tennurnar

"Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýndi umhverfissamtök fyrir óþolandi rangfærslur er hann hélt erindi um stöðu helstu hvítfiskstofna á alþjóðlegri sjávarútvegsráðstefnu í Lilleström í Noregi í dag".

Gott mál Einar!


mbl.is Gagnrýnir umhverfissamtök fyrir rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband