Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Þvílík uppákoma

Mikið óskaplega er það dapurt og sárt að sitja uppi með það að vera sammála þessum manni  (SDG) um valkosti forsetans í stöðunni, þótt á ólíkum forsendum  sé.  

Andskotinn, eins og hann hefur spriklað þá gerist þetta vonandi aldrei aftur.


mbl.is „Útilokað að hann geti staðfest lögin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við stöðugt lýðræði eða bara þegar það hentar?

Ég er nokkuð sannfærður um að við eigum ekkert val hvað varðar Icesave- ógeðið og synjun forsetans og síðan synjun þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu muni valda þjóðinni meiri skaða til lengri tíma en samþykkt.

En fleira hangir á spýtunni, fjöldi undirskrifta á áskorun á forsetann um að synja lögunum samþykkt er orðin þvílíkur að ekki verður með nokkru móti fram hjá því litið.

Ég er einlægur lýðræðissinni og sem slíkur tel ég að ekki sé hægt til skiptis að krefjast lýðræðis og hundsa það eftir hentugleikum.

Annaðhvort höfum við lýðræði og virðum það, eða ekki.

Þetta er því orðið meiri spurning um lýðræðið sem slíkt, en Icesave. Þótt hart sé hefur forsetinn því ekkert val að mínu mati, hann verður lýðræðisins vegna að hafna lögunum undirskrift sinni.

Þjóðin á síðan völina og kvölina.

 
mbl.is Fundi lokið á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köllum til sérfræðinga

Rétt eins og með önnur skemmdarverk finnst mér þessi árás á kirkjuna  afar döpur og lágkúruleg, þótt ég sé ekki kirkjunnar maður. Erfitt er að ímynda sér ástæðu eða tilgang þessa.

En kannski er ljós í myrkrinu, við búum nefnilega svo vel eftir öll skemmdarverk nýliðins árs að eiga nánast sérfræðinga í framkvæmd skemmdaverka og þá ekki hvað síst túlkun á meiningu þeirra og tilgangi. Hér á ég við það fólk sem dásamaði ódæðin í ræðu og riti og taldi þau hápunkt tjáningarformsins.

Væri ekki rétt að fá gömlu skemmdaverkanornirnar  til að lesa í handbragðið, þó ekki væri til annars en allur almenningur, sem ekkert botnar í svona löguðu,  fái upplýst hver  tilgangurinn og boðskapurinn er með þessu, sé hann einhver?

 
mbl.is 24 rúður brotnar í Grensáskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.