Færsluflokkur: Menning og listir

Taka tuttugu

 

ragnhildur S JónsSkemmtiþáttur Ragnheiðar S. Jónsdóttur, Gott kvöld, hefur allt til að bera sem góður þáttur af þessari gerð þarf að hafa, þó er hann dæmdur til að mistakast.

Ástæðan er einföld, þetta er sama formúlan og notuð var af RUV í þættinum  „Á tali hjá Hemma Gunn“ á síðustu öld og hefur verið í notkun óslitið síðan, aðeins undir breyttum formerkjum, nýju nafni og nýjum gestgjafa.

„Gott kvöld“ er einfaldlega „taka tuttugu“ af sama þættinum. 

Viðmælendur þessa þátta eru alltaf þeir sömu, fólk úr skemmtanabransanum eða pólitíkinni, fólk sem búið er að segja sína söguhemmi gunn oftar í svona þáttum en tölu verðu á komið.

Þótt vel sé til þáttar Ragnheiðar vandað, umbúnaður og sviðsmynd hin glæsilegasta svo ekki sé talað um stórglæsilegan þáttastjórnandann, þá nær þátturinn ekki að yfirstíga þá staðreynd að formúlan er orðin þreytt,  þvæld og úr sér gengin.

.


mbl.is Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkurvagnar smíða þjóðarskútuna.

Skemmtileg hugmynd og gott framtak til að lyfta gráma hverstakleikans á hærra plan. Fyrirtækið nær um leið að vekja athygli á starfsemi sinni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

  
mbl.is Smíða þjóðarskútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur án klæða

Þessar ágætu konur yrðu skemmtileg og aðtrekkjandi viðbót við annars velmannaðar mótmælastöður á Austurvelli á laugardögum.  

Svona mótmæli eru ólíkt áferðafallegri og vænlegri til árangurs en eggjakast og skemmdaverk.

Svo er indælt að einhverjir skuli muna eftir blessuðum dýrunum á þessum síðustu og verstu tímum.


mbl.is Ætla að mótmæla á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu myndirnar?

myrin plagatÞað er verulega ánægjulegt að lesa um svona jákvæða erlenda gagnrýni á Íslenska kvikmyndagerð.

Ég hef ekki séð Brúðgumann en séð Mýrina, sem sannarlega er fantagóð mynd, byggð á frábærri og listavel skrifaðri sögu Arnaldar. 

 


mbl.is Bestu myndirnar eru íslenskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki bjóða þér gómsætar herpes ostrur?

Hefur einhver lyst á ostrum eftir þetta?

 


mbl.is Franskar ostrur deyja úr herpes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa aðgang að konu

Hvað felst  í því að hafa "aðgang að konu"?

 


mbl.is Lutfi vill aðgang að Spears á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Sólheimar

Sólheimar áttu 78 ára afmæli í gær. Af því tilefni var opnuð ný bygging sem hýsir verulegan hluta starfsemi heimilisins. Það var vel til fundið að nefna húsið eftir Frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta, sem hefur verið sérlegur velgerðarmaður Sólheima.

Þegar maður hugsar til Sólheima fyllist maður hlýhug og auðmýkt vegna þess góða starfs sem þar fer fram og þess yndislega fólks sem þar býr,  það styrkir trúna á það góða, sem hefur farið halloka í heiminum undanfarið.

Áfram Sólheimar.


mbl.is Vigdísarhús var opnað í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.