Færsluflokkur: Ferðalög

Örlygsstaðabardagi hinn síðari?

 Það mætti halda af fréttum að Sighvatur og Sturla hafi á ný mætt þeim Gissuri og Kolbeini unga á Skagfirskum grundum. Ekki var þó um jafn fjölmenn lið nú og þá, né átökin jafn blóðug.

Hér virðist deilt um keisarans skegg. Ekki er þess getið í fréttinni hvort viðskiptavinir kappana, væntanlegir flúðafarar, hafi verið á svæðinu og fengið þannig óvæntan bónus.

Vonandi hafa náðst myndir af „bardaganum“ svo hægt verði að bæta þeim í myndskreytta glansbæklinga og vefsíður fyrirtækjanna.


mbl.is Átök vegna flúðasiglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Home alone“

 Að gleyma barni, hvernig er það hægt? Hvað getur verið svo yfirþyrmandi í huga foreldra að það skyggi á það sem öllu skiptir, börnin?

Það hefur verið gumað að því að hvergi í heiminum sé meira og strangara eftirlit en á Ísraelskum flugvöllum og flugvélum. Hvergi í heiminum á flugvél að fara í loftið nema hausarnir passi við farþegalistann og þann farangur sem settur hefur verið um borð. Ísraelar hafa örugglega smurt einhverju þar ofaná.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré.


mbl.is Gleymdu barninu í fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhugnarlegur atburður á Santorini

 

santorini fira01Það er óhætt að fullyrða að eyjan Santorini öðru nafni Thera sé fegursta eyjan í Eyjahafinu, margir segja fegursta eyja heims. Ekki ætla ég að mótmæla því. Ég hef komið þangað þrisvar og á eftir að koma þar oftar, það er öruggt.

Það er óhugalegt  að heyra þessar fréttir þaðan. Því þar býr einstaklega gott og gestrisið fólk sem gaman er að sækja heim. Enginn sem fer til Krítar eða Grikklands ætti að láta hjá líða að skreppa þangað.

STA50041Þar eru öll hús hvítmáluð með bláu þaki. Þegar maður kemur siglandi til eyjarinnar sýnast húsin vera snjór á bjargbrúninni, séð úr fjarlægð.  Höfuðstaður eyjarinnar heitir Fira.

map santoriniEyjan sprakk í loft upp um 1600 f.k. í miklu hamfara gosi. Flóðbylgja olli síðan skaða og manntjóni víða um Miðjarðarhafið sunnanvert. M.a. er talið að Minoanska menningin á Krít hafi af hennar völdum liðið undir lok.

santorini akrotiri01Á eynni hefur verið grafið upp þorpið Akrotiri sem grófst í ösku í gosinu. Akrotiri er fyllilega sambærilegt við Pompei á Ítalíu.

Fyrir sprenginguna var eyjan heill massi eins og útlínur eyjarinnar sína. Við sprenginguna hvarf miðjan úr eynni, en eins og sjá má er ný eyja byrjuð að hlaðast upp í gígnum miðjum. Hún reis úr sæ 1707 og þar gaus síðast 1950.


mbl.is Myrti kærustuna og gekk með höfuð hennar um götur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklega ógeðfellt

 

Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að ferðamenn  komi til  Praia da Luz í Portúgal, í þeim tilgangi einum að sjá þá staði sem verið hafa í fréttum vegna hvarfs bresku stúlkunnar Madeleine McCann. Flestir ferðamannanna eru aldraðir Portúgalar.

Íbúar Praia da Luz láta í ljós vandlætingu sína á þessum gestum, segja það einkenna þá að halda fast um budduna! 

Það skildi þá ekki vera....?

 
mbl.is Madeleine setur enn svip á Praia da Luz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáviti á ferð

Mikil hjólhýsa nýbylgja hefur riðið yfir þjóðina, ásamt öðru fjárfestingafári á síðustu misserum, þegar menn hafa í öllu góðærinu ekki vitað hvað ætti að gera við alla peningana, sem hægt var að taka að láni. Ekki hafa þessi hýsi verið í anda ömmu og afa, nei hér hefur ekki dugað neitt minna en heilu blokkirnar aftan í bíla landsmanna.

Það er eins og íslendingar eigi sér enga fortíð í hjólhýsum. Menn voru búnir að gefast upp á hjólhýsum, af fenginni reynslu. Þeim fáu, sem lifðu af íslenskar aðstæður,  hafði flestum verið plantað sem sumarbústöðum út um tún og grundir.

En nú eru öll fyrri vandamál gleymd, enda hjólhýsin víst orðin sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður, samkvæmt auglýsingum. En það hefur greinilega ekki tekist að sérhanna þau fyrir íslenska rokið nú, frekar en áður. Þau fuku aftan úr bílunum fyrrum og gera það enn. Enda vindálagsflöturinn gríðarlega stór miðað við þyngd.

Hjólhýsi yfirgaf festingu sína við bifreið á Kjalarnesi í dag og tók sér ferð með vindinum út í móa þar sem það skipti sér í smæstu einingar. Þar liggur það dreift til vitnis um heimsku eiganda síns. Ég segi heimsku því ekkert er annað hægt að segja um menn með hjólhýsi, sem leggja á vegi, þar sem í útvarpi hefur verið varað við vindi allt að 40 m/sek,  svo ekki sé talað um vegaskilti sem blikka rauðu.

Það hefur greinilega líka mistekist að sérhanna hjólhýsin fyrir íslenska vanvita.

Það eru svona fávitar sem eiga stóran þátt í háum tryggingaiðgjöldum.


mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.