Færsluflokkur: Matur og drykkur

Gefið á garðann

Það er kómískt að koma í búðir á laugardögum og virða fyrir sér atganginn við nammibarinn. Sú sýn minnir mig á gamla tíð, þegar ég stóð varla út úr hnefa og fór í fjárhúsin með honum afa mínum og nafna á Læk á Skagaströnd.

Atgangurinn í börnunum þegar þau troðast til að raða sér á sælgætisgarðann var ekki ólíkt kindunum hans afa þegar þær tróðu sér á garðann jafnóðum og gefið var á hann til að komast sem hraðast í töðuna.

Hitt er líka kómískt, af hverju það er tvöfallt  dýrara að versla sælgæti aðra daga en laugardaga? Ekki er mjólkin ódýrari á mánudögum en aðra daga eða súpukjötið ódýrara á fimmtudögum en aðra daga í þessum sömu verslunum.

   


mbl.is Nammi selt hér í tonnavís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvaðir gikkir

Kjötsúpa

Að brjótast inn til að stela öllu matarkyns en skilja svo eftir kjötsúpu og slátur er ekki aðeins merki lélegan matarsmekk heldur beinlínis bölvaðan gikkshátt!

 

mbl.is Skildu eftir slátur og kjötsúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór góður biti...

steiktur þorskur... í hundskjaft.


mbl.is Íslenskur þorskur á lönguföstu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki frekar ferskt, og þá auðvitað erlent, bændakyn á þessa bæi?

Ef íslenskar kvígur henta ekki bændunum í Gunnbjarnarholti og Skáldabúðum, væri þá ekki hentugra og fyrirhafnarminna að flytja inn ferskt og nýtt bændakyn og skipta út þreyttum og úr sér gengnum ábúendunum á þessum bæjum?  


mbl.is Vilja nýtt kúakyn til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verði ykkur að góðu

Góðir matreiðsluþættir og blátt áfram hjá Yesmine Olsson á ríkiskassanum, eitthvað annað en margir aðrir slíkir, sem eru ekkert nema tilgerðin og snobbið, eins og t.d. þættir Jóa Fel.


Búinn...

....að vita þetta lengi.

 


mbl.is Egils Gull besti „standard lagerbjórinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chia fræ - áttunda undur veraldar

Nákvæmlega þessi „rök“ er hægt að nota um hvaða fæðutegund sem er. Halda mætti, af lýsingunni, að þessi fræ séu áttunda undur veraldar en ekki venjuleg fræ sem ganga niður af fólki – ómelt – rétt eins og önnur fræ.

Síðasta innslagið um göngutúrinn er brandari vikunnar.

Fræin skiluðu víst fólki, sem hafði þau í meltingarveginum, í mark 4 og hálfum tíma á undan fólki sem át aðra fæðu!

Hvað var hann eiginlega langur þessi „göngutúr“, hringinn í kringum Smartlandið?   


mbl.is Þess vegna áttu að borða chia-fræ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Punglegt ergelsi

testiclesDönsk kona, sem er í haldi lögreglu fyrir að hafa nartað svo illa í kviðsvið eiginmannsins að úti lágu djásnin, ber að eigin- maðurinn hafi sjálfur bitið í punginn á sér.

Það er auðvitað farsælast að hjón borði sinn þorramat í sátt og samlyndi.

Þá er það bara spurningin hvort kviðsviðin hafi verið hæfilega „verkuð“ svona mitt á milli Þorra?

  

 


mbl.is Beit í eistu eiginmanns síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýmetið

Það er alltaf gleðiefni þegar nýjar íslenskar kartöflur koma í verslanir, ferskar og fallegar.

potato-love 
mbl.is Nýjar íslenskar í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð og ófagleg vinnubrögð

Vægast sagt hefur undarlega verið staðið að rannsókninni á uppruna kólígerlasýkingarinnar í Þýskalandi og Frakklandi.

Aftur og aftur hefur Evrópska matvælastofnunin og yfirvöld, á grundvelli grunsemda einna, gerst sek um að skella skuldinni opinberlega á framleiðendur einstakra vörutegunda án þess að rannsóknin hafi óyggjandi leitt sekt þeirra í ljós og þannig valdið viðkomandi óbætanlegu tjóni áður en sannleikurinn varð ljós.

Það mætti halda, af vinnubrögðunum að dæma, að Útvarp kjaftaSaga standi að þessum rannsóknum en ekki virðuleg matvælastofnunin Evrópska.


mbl.is Grunur beinist að kryddjurtafræi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband