Færsluflokkur: Matur og drykkur
Dásamlegt
27.4.2011 | 23:02
Það er yndislegt að hrefnuveiðarnar skuli vera hafnar. Ég fæ vatn í munninn og slefa nánast af tilhugsuninni einni saman að fá nýtt hrefnukjöt á pönnuna!
![]() |
Hrefnuveiðar að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt 28.4.2011 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leysa mjaltaþjónar kýrnar af hólmi?
16.4.2011 | 12:02
Samkvæmt þessari frétt eykst stöðugt hlutfall mjólkur sem kemur frá mjaltaþjónabúum, eins og það er orðað, á kostnað kúabúa.
Hún er merkileg orðin tæknin, mjaltaþjónar hafa úrelt kýrnar.
![]() |
26,4% mjólkurinnar frá mjaltaþjónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þessi regla,...
4.3.2011 | 21:49
...sem enginn hér á landi hefur heyrt um, er sjálfsagt klassísk amerísk "staðreynd".
![]() |
5 sekúndna reglan stenst ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Hvaða álegg var á pizzunum?
13.1.2011 | 21:02
Embætti sérstaks saksóknara fékk afhentar sjö 12 pizzur til að metta maga meinta sakborninga, sem voru í yfirheyrslum, svo þeir missi síður móðinn, því fátt er verra undir álagi en tómur magi.
En hvað ætli hafi verið vinsælasta áleggið hjá sakborningum? Miðað við tilefnið og þarfir sakborninga er ekki óeðlilegt að ætla að flestir hafi valið: Rosta, gorgeir, svik og pretti með extra yfirklóri.
![]() |
Yfirheyrslur standa enn yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mengaður kjúklingur?
19.11.2010 | 07:38
Er þá nokkuð annað að gera en fara með faðirvorið yfir kjúklingnum meðan hann er matreiddur til að snúa honum til réttrar trúar.
Jafnvel tvisvar, svona til öryggis.
![]() |
Danskur kjúklingur úr halal-slátrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nærandi og styrkjandi
13.11.2010 | 12:58
Matvæli hverskonar ber að merkja með innihaldslýsingu og ekki má fullyrða neitt um gæði eða áhrif sem ekki fær staðist.
Svo virðist sem merking á þessu engifersulli hafi verið ríflega á grensunni eins og unglingarnir myndu orða það.
Til merkis um góða og gilda innihalds- og áhrifalýsingu er merkingin á Maltinu;
Nærandi og styrkjandi, gefur hraustlegt og gott útilit, bætir meltinguna.
Hér er ekkert fullyrt umfram staðreyndir enda komin hartnær 100 ára reynsla á að þetta stenst fullkomlega eins og sjá má á Maltunnandanum mér, útlit mitt er bæði hraustlegt og gott.
![]() |
Fengu aldrei fyrirmæli um að taka drykkinn af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Smá kokteil hristing takk
23.10.2010 | 23:37
Það væri óskandi að þessi skjálftahrina á Reykjanes- hryggnum færðist ögn nær og yrði af nægjanlegum styrk hér í Grindavík, svona yfir helgina hið minnsta, til að maður þurfi ekki að standa í því að hrista kokteilana sjálfur.
![]() |
Skjálftahrina við Eldeyjarboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hestabrauð
14.9.2010 | 19:04
Fyrir margt löngu þurfti Skagstrendingur einn að dvelja í höfuðborginni um hríð. Hann brá sér út í búð eldsnemma morguns til að kaupa það nauðsynlegasta. Þegar hann kom í brauðdeildina var honum sagt að engin brauð væru til því bíllinn úr bakaríinu væri ekki komin.
Ha, sagði hann og benti á nokkrar innkaupakörfur fullar af brauði, eru þetta ekki brauð?
Jú, jú en þetta eru hestabrauð, svaraði afgreiðslustúlkan brosandi, það eru brauð frá því í gær, við megum ekki selja þau.
Skagstrendingurinn kvaðst ekki eiga þeim verslunarháttum að venjast úr sínu Kaupfélagi að brauð hættu að vera söluvara á meðan ekki mygluðu.
Eftir smá samningaþóf varð það úr að hann fékk keypt eitt hestabrauð á niðursettu verði, auðvitað.
![]() |
Deilt um gamalt brauð í dómssal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mjólkurbörnin miklu
26.8.2010 | 19:03
Það hefði verið gott að hafa kusuna Örk frá Egg í Hegranesi á bás um borð í Örvari HU 21, fyrsta frystitogara landsmanna. Áhöfnin, sem taldi 24 hausa, sporðrenndi þegar best lét á milli 450 og 500 lítrum af mjólk í hverjum túr, sem tók að jafnaði um 21 dag, sem samsvarar tæpum lítra á dag á mann.
Örk hefði annað okkur mjólkurbörnunum öllum með glæsibrag og við hefðum átt um 16 daglítra í afgang til osta og smjörgerðar. Svo ekki sé talað um þá ánægju sem það hefði fært mannskapnum að annast slíka þarfaskepnu.
![]() |
Íslandsmet hjá Örk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Væri ekki ráð...
15.8.2010 | 23:28
...að senda velverkuðuð og mergjuð Íslensk kviðsvið í keppnina?
Þau myndu gera stormandi lukku.
.
.
![]() |
Eistu á diskinn minn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)