Góði gamli Villi.

 „Hvað mig varðar er opið hver tekur við embætti borgarstjóra af hálfu Sjálfstæðisflokksins í mars 2009. Borgarstjórnarflokkurinn mun ákveða borgarstjóraefnið í sameiningu þegar nær dregur.“ Segir Villi.

Hvað hefur breyst, hefur einhverri óvissu verið eytt eins og Geir formaður lagði ríka áherslu á að gert yrði? Menn sögðu fyrir helgi að nú yrði að taka af skarið.

Hefur það verið gert?

Villi gælir greinilega enn við það að verða borgarstjóri aftur og samkvæmt yfirlýsingu borgarstjórnaflokksins þá er það galopið.

Og allir lýsa yfir fullum stuðningi við Villa og yfirlýsingu hans.

Ég sé fyrir mér liðið brosandi út að eyrum í sjónvarpinu í kvöld, allir yfir sig hamingjusamir yfir þessum Salamóns úrskurði. Skyldi Geir vera sáttur?

Full samstaða er um að taka ekki á vandanum, óbreytt ásand. Þvílík lausn.


mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltaður borgarstjórastóll

Ekkert lát er á vandræðagangi borgarstjórnarflokks sjálfstæðisflokksins. Þar ríkir upplausnar ástand  og þar er hver höndin uppi á móti annarri. Í þröngri stöðu leika þeir hvern biðleikin af öðrum, sem aðeins eykur á vandræðin.   Nú hefur náðst „sátt“  með enn einum biðleiknum og hún er þessi:

„Sáttin felst í því að taka ekki ákvörðun um það að svo stöddu hver tekur við sæti borgarstjóra að ári heldur verður haldið um það sérstakt prófkjör innan borgarstjórnarflokksins. Jón Kristinn Snæhólm sem var aðstoðarmaður Vilhjálms þegar hann var borgarstjóri stakk upp á að þessi leið yrði farin í þættinum Hrafnaþing á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudag. Reyndist hún vera sú eina sem allir borgarfulltrúar gátu sæst á sem og formaður og varaformaður flokksins.“

Þetta er tekið af Vísi.is. Þar segir jafnframt að ekki hafi náðst sátt um Hönnu Birnu sem leiðtoga því stuðningsmenn Villa vilja Gísla Martein. Nú stendur borgarstjórnarflokkurinn enn veikari en áður. Samkvæmt hádegisfréttum ætlar góði gamli Villi að sitja áfram sem leiðtogi en ekki að taka við borgarstjórastólnum. 

Hafi hann þegar ákveðið þetta, af hverju er hann þá að auka enn á vandræðaganginn?  Getur það verið að hann haldi enn í þá von að verða borgarstjóri, þótt annað sé látið í veðri vaka núna?

Það sjá það allir að ef einhver annar á í raun að verða borgarstjóri, þá er óskynsamlegt ef ekki beinlínis heimskulegt að velja hann ekki strax svo hann eða hún geti byrjað að byggja upp ímynd sína sem leiðtogi áður en viðkomandi tekur við borgarstjóraembættinu. Því þá verður einungis ár til kosninga og tíminn knappur til góðra verka.

Hverskonar hengilmænuháttur er þetta hjá Sjálfstæðisflokknum? Er forysta flokksins ónýt.  Í það minnsta er hún til muna linari en í tíð fyrri formanns. Var val Geirs í formannsembættið kannski biðleikur, líkt og kjör Þorsteins Pálssonar?  


Bloggfærslur 24. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband