Treystir þú mér til þess að treysta því að þú treystir því að ég sé traustsins verður? Eeehh...hvernig var spurningin annars?

Skoðanakönnunum ber að sjálfsögðu að taka með fyrirvara. Með hliðsjón til þess fyrir hverja þær eru gerðar og hvernig spurningum er háttað.

Það er hreint undarlegt að aðeins 56% svarenda í þessari könnun Bændasamtakanna séu andvíg hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er stórmerkilegt  að andstaðan skuli ekki vera enn meiri í ljósi þess hve  áróður og umfjöllun andstæðinga aðildar hefur að  undanförnu verið illa rætin og óforskömmuð,  svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

Það er líka athyglisvert að „aðeins“ 95,7% svarenda töldu það skipta miklu máli að landbúnaður væri stundaður á Íslandi til frambúðar. Ég hefði talið að full, og þá meina ég full, samstaða væri um að landbúnaður væri,  ekki bara nauðsynlegur, heldur lífsnauðsyn fyrir þessa þjóð, ef byggð ætti að haldast í þessu landi.

Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því að landbúnaðurinn sé í hættu gangi Ísland í Evrópusambandið. Enda liggur ekki fyrir aðildarsamningur sem staðfestir, hvorki það  eða hið gagnstæða.   

 

 


mbl.is Meirihlutinn á móti ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Axel, kynntu þér málið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.2.2010 kl. 18:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað á ég að kynna mér Hjörtur, og hvernig? Með því að lesa ritvarið bloggið þitt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2010 kl. 18:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svo get ég bætt því við Hjörtur að ég tek ekki afstöðu til aðildar, enda get ég það ekki, tel mig ekki hafa forsendur til þess, fyrr en samningur liggur fyrir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2010 kl. 18:36

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel. Reglugerðarfarganið í landbúnaðinum ásamt styrkjakerfinu er versti óvinur bændanna. Verst er að þeir eru farnir að treysta á það sjálfir. Ef marka má meðmælarök ESB sinna þá beinast þau öll að því að sannfæra okkur um að reglugerðir ESB muni búa íslenskum bændum betri rekstrarskilyrði en það kerfi sem við búum við í dag að viðbættu EES reglugerðavarðhaldinu.

Hefur það runnið upp fyrir einhverjum að frelsið er dýrasti draumur allra þeirra sem búa við ófrelsi?

Það er mörgum öðrum en mér óskiljanlegt að til þess að halda fullveldi sé besta- eða eina ráðið að afsala því. 

Árni Gunnarsson, 1.3.2010 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband