Össur... ég kratinn, kaus í morgun

Ég rölti mér, kl. hálf tíu í morgun, yfir götuna á skrifstofu Sýsla og kaus utankjörfundar um breytinguna á Icesavelögunum.

Ég ætla eftir sem áður að greiða atkvæði á Laugardaginn. En gott að vera búinn að koma atkvæðinu í hús, detti ég dauður niður fyrir kjördag.

Auðvitað er það vandalaust, Össur minn, að ná samningum við Breta verði þeir á þeirra forsendum, en til að allir geti borið höfuðið hátt þegar upp er staðið  þurfa samningar að vera sanngjarnir og ásættanlegir fyrir alla aðila hans.

Í lok fyrri heimsstyrjaldar var Þjóðverjum gert að ganga að afarkostum, markmið sigurveranna var að tryggja að Þjóðverjar yrðu ekki aftur ráðandi ríki á meginlandi Evrópu. Þessi kúgun Þjóðverja skapaði þann jarðveg sem ól af sér Hitler og leiddi til síðari heimsstyrjaldar og þeirra hörmunga sem henni fylgdu.

Kúgun leysir engan vanda, hún útvíkkar hann aðeins og eykur. Framkoma Breta við okkur og aðrar þjóðir, sem þeir hafa talið sig eiga alls kostar við, hefur alla tíð verið með þeim hætti að þeir hafa ekki átt það skilið að vera taldir til okkar vina og bandalagsþjóða, enda hef ég alla tíð haft á þeim skömm.

Þótt ég telji að við berum ákveðna ábyrgð á icesave ógeðinu þá neita ég alfarið að gera það á forsendum og skilmálum Breskrar kúgunarhugsjónar.

Því sagði ég:

.

Nei!

 

 


mbl.is Utanríkisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Minn maður.. Eftir því sem tíminn hefur liðið hef ég orðið ákveðnari í NEI-inu.

Það er svo augljóslega verið að kúga okkur.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.3.2010 kl. 11:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 3.3.2010 kl. 12:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þetta elskurnar!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2010 kl. 12:06

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mæltu nú manna heilastur. Ætli ég fari ekki að dæmi þínu í dag

En það er fleira í þessu. Ef við meinum eitthvað með því að krefjast breytinga á stjórnarskránni með styrkingu lýðræðisins í huga þá getum við ekki hundsað þetta tækifæri.

Sama gildir um þátttökuna. Verði þátttaka dræm og fólk á báðum áttum þá slævist bitið í þessari atkvæðagreiðslu. Munum að fjórflokknum stendur ógn af þessu og það vekur upp spurninguna:

Af hverju?

Árni Gunnarsson, 3.3.2010 kl. 12:30

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Flott, þú sem sagt áttar þig á því hvað er verið að kjása um... Ég er eiginlega á gati..

hilmar jónsson, 3.3.2010 kl. 12:33

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Satt er það Árni þetta er fyrsti vísir um útvíkkun lýðræðins frá stofnun þess. Vonandi er mjór mikils vísir. Ég hugsa að þátttakan verði góð. Hvað sem fjórflokknum svokallaða líður þá mun þetta gerbreyta allri lýðræðisumræðu. Svo ekki sé talað um þá alþjóðaumræðu sem þessi þjóðaratkvæðagreiðsla virðist vera að hrinda af stað. Úr því sem komið er þá gerum okkur að fíflum ef við sláum við hana af, hversu marklaus hún kann að vera á því augnabliki sem hún fer fram.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2010 kl. 12:55

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hilmar, jú mikilósköp ég átta mig á því, en miklar breytingar hafa átt sér stað síðustu daga. Þetta er hætt að snúast um, að því er vitrist, einfalda greiðslu á gjalddaga. Þetta er orðið dýpra og meira.

Eins og ég sagði í svari til Árna þá höfum við í hendi okkar þræði sem varða lýðræðislega úrvinnslu á svipuðum málum á alþjóðavettvangi.  Því tækifæri megum við ekki kasta frá okkur og þeirri alþjóðaumræðu sem þessi þjóðaratkvæðagreiðsla virðist vera að hrinda af stað. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.3.2010 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband