Mulnigur #8

Margar sögur eru til af því hve Sovéska kerfið var rotið meðan það var og hét. Hér er ein.

Maður einn hafði bækistöð í Gorkigarðinum í Moskvu og stóð þar daglangt og seldi ónýtar ljósaperur . Þær voru orðnar svartar að innan og hringlaði í þeim væru þær hristar.

Rússarnir keyptu þessar perur og fóru með þær í vinnuna þar sem þeir skrúfuðu heilar perur úr perustæðum og settu þær ónýtu í staðinn. Heilu perurnar fóru þeir með heim og voru þar komnir með heilar perur fyrir lítið.

Húsvörðum sem skiptu um perur, var ljóst að sprungnu perurnar voru ekki þær sem þeir voru nýbúnir að skipta um, en þeim var alveg sama því þeir fóru með sprungnu perurnar og seldu þær manninum í Gorkígarðinum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þessi var góður. Fer ekki að koma að þessu hjá okkur?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 21:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur þá ekki farið í Hljómskálagarðinn nýlega Silla?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nei?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bara "joke"

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.3.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband