Ungur unglingur.

Það er von að Svíar hafi áhyggjur af þessari þróun.  Því ekki eru glæsilegar fréttirnar sem reglulega berast um skotárásir í Bandarískum skólum,  þótt  í Svíþjóð séu ólíkt heilbrigðari viðhorf til skotvopna en í Mekka byssunnar, Bandaríkjunum.

Vonandi er þetta einhver stundar bóla. En ein málsgrein í fréttinni var öðrum áhugaverðari:

„Ungur fjórtán ára piltur mætti með dínamít í skóla í Ramsele. Lögreglan gerði það upptækt og ók honum heim“.

Ef þetta hefði verið aldraður fjórtán ára piltur hefði honum örugglega verið ekið í grjótið. Það getur sannarlega  borgað sig að vera ungur.


mbl.is Nemendur hóta morðum í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.