Úrhrök og útvaldir.

Ísrael hefur aldrei í einlægni ætlað að semja frið við Palestínumenn. Allir tilburðir þeirra í þá átt hafa verið sýndarmennskan ein til að kaupa tíma.

Tíma sem þeir hafa notað markvisst og skipulega til að leggja undir sig hægt og bítandi lönd Palestínumanna með nýjum og nýjum landnemabyggðum.

Palestínumenn bera enga ábyrgð á helförinni og viðbjóðslegum glæpum Nasista gegn Gyðingum. En samt eru þeim einum ætlað að bera fórnarkostnaðinn.

Hvenær ætlar heimsbyggðin að taka sig saman í andlitinu hætta þessari afneitun gegn Ísrael og segja stopp, hingað og ekki lengra?


mbl.is „Dagur reiði" í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Þegar þeir missa völdin í USA.

Hamarinn, 16.3.2010 kl. 18:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert Evrópuríki þorir heldur að taka af skarið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 19:29

3 identicon

Þessir Palestínu menn eru ekkert svo saklausir þeir hýsa Hamas hryðjaverkasamtökinn sem gera ekkert annað en að gera Ísrael búum lífið leitt.

Skil ekki ahverju Ísrael sé ekki búið að taka út ruslið í kringum sig þessir múslímar eru skítsama um svæðið þeir vilja bara drepa Gyðinga þeim er allarvega kennt það í Kóraninum.

asdf (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 21:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

asdf, ekki er þín heimssýn flókin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 22:14

5 identicon

Axel minn, þú þarft greinilega að lesa þér aðeins til um hryðjuverkamenninguna íslam og fylgjendur hennar, þá munt þú sjá að engin getur samið um frið við múslima. Ísraelsmenn verða bara að klára dæmið á eins friðsamlegan hátt og kostur er.

Lestu http://www.flex.com/~jai/satyamevajayate/

Brynjar (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 00:09

6 identicon

Gyðingarnir hafa líka beitt hryðjuverkum.

http://www.rense.com/general21/pastzionist.htm

http://en.wikipedia.org/wiki/Jewish_Defense_League

Páll þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 00:25

7 Smámynd: Hamarinn

Þetta er allt saman, trúarofstækislið, sem drepur hvort annað í nafni drottins.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 00:30

8 identicon

Þessir Múslimar byggja Moskvur við hliðina á okkar kirkjum víða um evrópu.
Til gamans þá segir kóraninn m.a að jörðin sé flöt.
Í þeirra (Íslam) augum, erum við vesturlandabúar "ekki prenthæft"

Olafur Olafsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 00:34

9 Smámynd: Hamarinn

Er ekki Moskva höfuðborg Rússlands?

Þeir byggja ekki moskur nema að fengnu leyfi. Svo eru þessir kristnu ekkert skárri en múslimarnir. Drepið í nafni drottins.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 00:37

10 Smámynd: Hamarinn

'olafur.

Ef að kóraninn segir að jörðin sé flöt, þá sérð þú hvað er mikið að marka þessa skáldsögu.Svona svipað og þjóðsögur gyðinganna í biblíunni.

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 00:39

11 Smámynd: el-Toro

þeir sem eru við völd í ísrael eru of meðvitaðir um helförina og gyðingaofsóknir síðust aldar til að geta sannfært sjálfa sig, hvað þá íbúa ísraels um að gefa miskun til handa palestínuaröbum.  eða eins og þeir kalla þá "araba".  hugsanlega seinna á þessari öld kemur upp ný kynslóð stjórnmálamanna í ísrael sem tekur öðruvísi á hlutunum og hefur kannski meiri áhuga á mannréttindum og virðingu í garð palestínumanna.

það er sama uppi á teninginum palestínumegin.  á vesturbakkanum eru leifar arafats spillingarinnar sem margur vesturlandabúin telur vera hófsöm öfl.  abbas og co er ekki starfinu vaxin að mati margra á gasa svæðinu og stór hópur fólks á vesturbakkanum telur hann ekki annað en handbendi ísraela og bandaríkjanna.  á gasa svæðinu eru svo hamas menn.  islamistar sem hafa öflugan öfgasinnaðan arm sér að baki, hugsunarhátta-ættaðir frá egyptalandi í gegnum múslima-bræðralagið.  þeir vilja stríð við ísrael alveg eins og gamla stjornmála-elítan ísraelska.  þessar fylkingar hagnast báðar á ófriðinum á sitt hvorn háttin.

meðan engin grundvallar hugsunarháttur verður hjá palestínuaröbum og ísrael, er engin von um lausn á deilumálum þjóðanna.  það er ekki hægt að ætlast til að þjóðirnar vinni að tveggja ríkja lausn meðan hugsunarhátturinn er slíkur....það getur einfaldlega aldrei gengið upp.  kannski eftir fimmtíu ár (ef allt gengur vel) verður fyrsta "alvöru" skrefið tekið í þessum málum.  það eru annsi margir forsetar bandaríkjanna þanngað til :)

ég vona að þessar grunn upplýsingar hjálpi fólki að átta sig á hinni raunverulegu stöðu þarna fyrir botni miðjarðahafs. 

Brynjar og asdf.  það er ekki hægt að taka mann alvarlegan í slíkri umræðu sem heldur aðeins einum hluta umræðunnar á lofti.  til að hægt sé að taka fólk alvarlega verður það að geta skilið hlutina frá sjónarhorni beggja aðila.  það hefur voðalega lítið upp á sig þegar þú býrð í órafjarlægð frá þessum löndum að benda á öfgarnar, hvorum megin sem þær eru.  það er miklu nær fyrir fólk eins og okkur að reina að skilja ágrenningin með því að lesa sér til um hlutina frá sjónarhorni beggja aðila.

góðar stundir

el-Toro, 17.3.2010 kl. 00:55

12 identicon

Það er sama hvaða samúð menn kunna að hafa með palestínumönnum. Ef menn kynna sér sögu múhameðstrúar, sem er heimsvaldastefna en ekki trú, átta menn sig á að þar er ekki boðið uppá friðarsamninga heldur dauða. Gyðingdómurinn er ekki heimsvaldastefna, ísraelsmenn eru einfaldlega að berjast fyrir lífi sínu umkringdir múslimaþjóðum sem hafa reglulega ráðist að þeim með hernaði og eyðingu, og munu halda því áfram á meðan íslam er til. Hér er annars góð grein sem snertir á þessu fyrirbæri http://is.metapedia.org/wiki/íslam

Brynjar (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 09:35

13 Smámynd: Hamarinn

Er kristin trú ekki heimsvaldastefna?

Hamarinn, 17.3.2010 kl. 10:10

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Brynjar, ég þarf ekkert að lesa mér til. Þú virðist setja alla múslima undir sama hatt. Eru allir Kristnir menn undir sama hattinum? Er Ísland sem Kristin þjóð, jafnábyrg t.d. Bandaríkjunum vegna hernaðarathafna þeirra víðsvegar um heiminn?

En rétt er að benda þér á að hluti Palestínumanna eru Kristnir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 10:24

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hamarinn og Páll, takk fyrir ykkar innlegg

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 10:29

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur, hvaða ógn stendur kirkju af  mosku við hliðina? Jörðin er flöt eða var það ekki trú kristinna manna um aldir og menn brenndir fyrir aðra skoðun. Trúarleg þróun og þroski muslima er bara örlítið á eftir okkur, varla er það glæpur.

Á síðustu öld bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum, það eru t.d. ekki nema 35 ár frá því að enn var  búið í torfbæ í henni Reykjavík! Samkvæmt þínu innleggi þá ættum við að fordæma alla íbúa heimsins sem enn hafa ekki skriðið út úr torfkofunum.

Svona "til gamans" þá er flest af því sem "ofurkristnir" láta sér um munn fara um múslima ekki prenthæft.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 10:47

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

el-Toro, takk fyrir innleggið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 10:48

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Brynjar, "ef menn kynna sér sögu múhameðstrúar", segir þú. Hefur þú kynnt þér sögu kristinnar menningar? Ef allt ofbeldið, öll manndrápin, allt blóðið og viðbjóðurinn, allt í Drottins nafni hefur farið framhjá þér þarft þú að lesa þína mannkynssögu aftur eða kanna hvort ekki vanti í hana flesta kaflana.

Er innrásarliðið að berjast fyrir lífi sínu? Palestínumenn voru þarna fyrir í sínu ríki þegar Gyðingar hófu flutninga þangað. Sambúð þeirra gekk bærilega framanaf þangað til Gyðingarnir þurftu meira "lebensraum" og tóku það.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2010 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband