Stóra Bomban

Þjóðin býr sig þessa dagana undir Stóru Bombuna sem líklegast er að falli, með tilheyrandi hvelli, eftir páska samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Á Morgunblaðinu eru menn í óðaönn að byrgja glugga, stafla upp sandpokum og reisa múra og annað það sem þarf til að verja hugmyndafræðilega og  guðdómlega ímynd ritstjóra blaðsins og Sjálfstæðisflokksins.

Ekki verður annað séð en nýafstaðin breyting á moggablogginu sé liður í þeirri taugaveiklun sem ríður röftum í Hádegismóum þessa dagana. Breytingarnar á blogginu hafa fyrst og fremst þau áhrif að torvelda fréttatengd blogg, því tengill á fréttir mbl.is hefur verið fjarlægður.

Nokkrum dögum áður, var gerð sú breyting að ekki var lengur hægt að skrifa athugasemdir við ritstjórnargreinar moggans, nema vera áskrifandi að Morgunblaðinu sem slíku. Þó voru ritstjórnargreinarnar birtar eins og hvert annað blogg. Getur framsetningin á andúð núverandi ritstjóra moggans á frjálsri umræðu og skoðanaskiptum verið öllu skírari?

Líklegt má telja að þessar breytingar á bloggi moggans séu aðeins fyrstu skrefin í röð breytinga sem miða að því að torvelda sem mest, eða útiloka á blogginu öll skrif um Stóru Bombuna, sem ritstjórinn og hans menn óttast meir en allt annað.

Sólarhringur leið áður en stjórnendur moggabloggsins sáu ástæðu til að útskýra breytingarnar. Að siðaðra manna hætti hefðu slíkar breytingar verið kynntar með góðum fyrirvara. Það var ekki, sem styrkir þá skoðun að ákvörðunin hafi verið tekin fyrirvaralítið og ekki þolað bið.

Í tilkynningunni segir m.a.:

Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis.

Má lesa útúr þessu að bloggstjórnin muni framvegis ekki mismuna bloggurum og leyfa öllum, ekki bara sanntrúuðum og rétthugsandi, að ausa aur og svívirðingum yfir allt og alla athugasemdalaust?


mbl.is Skýrslan tefst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  kapúmm

Ásdís Sigurðardóttir, 17.3.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.