Það eru enn til karlmenn, sem hvorki bergður við sár né dauða.

Þessi frétt minnir á Gerplu  Halldórs Laxness,  þar sem Þorgeir hékk í bjarginu á Hvönninni tímunum saman og beið dauðans, en gat ekki, sökum karlsmennsku sinnar,  fengið sig til að kalla á hjálp.

Þorgeiri var bjargað um síðir en svo lánsamur var hann ekki þessi  keðjusagar(sjálfs)morðingi.


mbl.is Karlmennskan leiddi hann til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta minnir mig hins vegar á myndina The Holy Grail með Monty Python. Svarti riddarinn vildi ólmur halda áfram að berjast þótt honum væri að blæða út og hrópaði á Arthur konung sem hafði höggvið af honum báða handleggi og báða fótleggi: "Komdu aftur, bleyðan þín, svo ég geti bitið þig í lærið!"

Já, þetta er karlmennska í lagi, eitthvað sem öfgafemínistar munu aldrei getað skilið né virt að verðugleikum. Aðeins alvöru konur geta skilið það.    Eiginlega sakna ég riddaramennsku miðaldanna þar sem karlar voru karlar og konur voru konur og ekkert það á milli.

Vendetta, 24.3.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband