Er tækt að Flugstoðir ohf. geti tekið sér frí frá lögum og reglum til að laga reksturinn?

Er Reykjavíkurflugvöllur, af öllum stöðum,  eitthvert „fríríki“ sem ekki þarf að fara að lögum og reglum um brunavarnir?  

Nei auðvitað ekki, það segir sig sjálft.

Það er því fráleitt að kalla yfirlýsingu  slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, um yfirvofandi  lokun Reykjavíkurflugvallar vegna vanefnda á brunavörnum,  hótun eins og gert er í fréttinni.

Er þetta ekki einmitt það sem mun gerast þegar þjónusta sem ætti alfarið að verta á vegum ríkisins vegna almanna heilla, verður einkavædd? Breytast þá ekki einmitt svona öryggisþættir í „einföld“ bókhaldsleg hugtök sem verða fórnanleg  til að ná fram kröfu eigenda um arðsemi?

  
mbl.is Hótar að loka Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við einkavæðingu verður margt öðruvísi Axel - sumt á kanski ekki að vera að einkavæða

Jón Snæbjörnsson, 25.3.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er mín skoðun að ákveðnir grunnþætti eins og t.d. heilbrigðisþjónustuna megi ekki einkavæða í hefðbundnum skilningi þess orðs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Evert S

á reykjarvíkur flugvelli þarf að uppfylla ákveðnar kröfur alþjóðastaðla til að völlurinn haldi staðli sem alþjóðaflugvöllur, það gerir hann í dag með þá mönnun sem þarna er enda myndi alþjóða flug vera bannað þangð ef þeir væru undirmannaðir. slökkvilið vallarins er ætlað að sinna fyrsta viðbragði þar til almennir aðilar mæta á svæðið, ekki sinna vinnunni fyrir þa.

SHS voru þarna sem verktakar og heimtuðu að flugvöllurin borgaði ákveðið mikið fyrir það en notuðu svo mannskapin sem völlurinn borgaði fyrir í að manna sjúkrabíla svo almennt voru bara 2 menn á vellinum. 

Evert S, 25.3.2010 kl. 16:01

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Evert S, þú gefur sem sagt lítið fyrir orð slökkviliðsstjórans?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2010 kl. 16:20

5 Smámynd: Evert S

Ég tel að hann sé ekki sanngjarn í kröfum, enda uppfyllir flugvöllurin alþjóðareglur um þessi mál annars væri hann þegar kominn á svartan lista yfir flugvelli í heiminum.

þetta mál snýst aðalega um fýlu þar sem SHS fékk ekki áframhaldandi verktaka samning þar sem þeir gátu látið flugvöllinn niðurgreiða rekstur sinn. 

Flugöryggi á BIRK er í góðum málum ekkert að því. vissulega er alltaf hægt að bæta við viðbragðaðilum, þarna er tryggt að 2 menn séu komnir út á braut á mínutu og 3 min síðar komi aðstoð frá SHS og almennum björgunaraðilum á daginn, og 1 maður á vakt á næturnar, en þá er flugvöllurinn lokaður og flugtök og lendingar bannaðr. svo maður er ekki að skilja afhverju það er maður á vakt á næturnar.

þeir sem sinna þessu í dag eru þrautþjalfaðir menn frá slökkviliði keflavíkurflugvallar, menn sem kunna til verka og eru þeir með flottan tækja búnað, eftir því sem mér skilst er búnaðurinn þeirra þannig gerður að sami maður getur keyrt bílinn og stjórnað vatns/froðu byssunni á bílnum.

Vélarnar sem fara um þennan völl í áætlun eru ekki það stórar að þessir aðilar þurfi fyrsta viðbragð sem er slíkt að 2 menn duga ekki, þar til aðstoð kemur frá SHS og almennum björgunaraðilum.

Evert S, 25.3.2010 kl. 17:19

6 identicon

Sæll Evert.

Gott að sjá hve fróður þú ert um mönnunina.  Mér er málið skylt, því ég starfaði 13 ár sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli, en hætti þar áður en einkavinavæðingin fór fram.  Í dag starfa ég hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.    En þér til fróðleiks þá voru almennt ekki tveir á flugvellinum, það er rangt hjá þér.  Á daginn voru 5 manns, varðstjóri, 2 ökumenn á dælubílum og 2 slökkviliðsmenn sem voru líka skráðir á sjúkrabílinn.  Flugstoðir greiddu fyrir 3-4 menn.  Þannig að SHS bs greiddi fyrir 1-2.  Næturvaktir voru mannaðar með varðstjóra, ökumanni dælubíls og svo 2 slökkviliðsmönnum sem voru líka skráðir á dælubíl.  Þessir menn sinntu öllu því sem gert er nú.

Það sem er í gangi núna er að slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli manna viðbragð á vellinum.  2 menn, sem sjá um bremsumælingar á flugbrautum, girðingareftirlit, fylgd með ökutækjum inn á völlinn, eftirlit með fuglum á brautum (geta ekki skotið fugla því það er ekki til aur til að þjálfa þá í því), björgun úr sjó og svo slökkvistörf.  Viðbragðstíminn getur orðið umtalsvert lengri en þær 3 mínútur sem kveðið er á um ef menn eru úti um hvippinn og hvappinn í "öðrum störfum".  Það að fá slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli var lausn sem var fundin til að leysa það að vera með ómenntaða starfsmenn í þessu.  Starfsheitið slökkviliðsmaður er lögvarið, líkt og eiginlega öll störf í landinu og því ekki ásættanlegt að ómenntaðir sinni starfinu.

Opinber hlutafélög í eigu ríkisins virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að troða á starfsfólki sínu, regluverki ríkisins og almennum samskiptum við aðra.

Þó ríkið sé að skera niður, er þá ástæða fyrir því að sveitarfélögin taki upp slakann?  Það er eðlileg krafa að hlustað sé á Brunamálastofnun sem segir að 2 menn séu ekki nóg viðbragð.  Samgönguráðuneytið hefur aftur á móti sagt að það sé nóg ásamt því að segja að lög og reglur um brunavarnir gildi ekki innan flugvallargirðingar.  Sami lögfræðingur ráðuneytisins skilaði áliti um þetta og bað um það árið 2000 að þessi lög giltu innan flugvallar.

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 17:41

7 Smámynd: Evert S

Ég veit það að þeir sem voru á sjúkrabílnum voru mest allan daginn ekki á flugvellinum heldur út um allan bæ, þetta hef ég frá mönnum sem voru á þessum tiltekna sjúkrabíl og fleirum annig að það er ekki hægt að segja að það hafi verið fleiri en 2-3 á vakt á þessari stöð.

Þessi sjúkrabíll sem þarna var, var hann notaður í aukaflutninga eða?

Evert S, 25.3.2010 kl. 18:25

8 Smámynd: Evert S

þessar 3 mín sem ég nefndi eru reyndar miðaðar við að menn séu í skógarhlíðinni og komi beint þaðan, eiga nátúrulega ekki við ef allt liðið frá skógarhlíðinni er að sinna öðru/m útköllum. þá er viðbragðstími SHS lengri, en það er vandamál SHS ekki flugvallarinns

Evert S, 25.3.2010 kl. 18:27

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þitt innlegg Guðjón

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2010 kl. 18:42

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Evert ef þú manst eftir þvíþegar flugvél fórst við N enda brautarinnar 01 þá ætti þig að renna minni til, að það var BARA vegna mönnunar Slökkviliðsins á flugvellinum, að ekki urðu eftirmál af því tilviki.

Flugtilvik og slys við og á vellinm eru þó nokkur og bara lukka okkar og í sumum tilfellum, færni og hugrekki flugmanna okkar sem komið hefur í veg fyrir stórslys.  Tl dæmis þegar Valur Arnþórsson, fórst við tilraun til að ná inn á vestasta hluta brautar eftir að hafa misst mótor yfir höfninni í flugtaki.

Svoleiðis valinmenni eru ekkiætíð við stjórn flugvélanna sem hingað koma.

ÞEtta er Rúsnesk rúlletta sérlega eftir að bensínstöð var sett niður við öryggissvæði flugbrautar 01

Þvi ber að loka þessu og flytja flugið til Kef.

Bjarni Kjartansson, 25.3.2010 kl. 20:09

11 Smámynd: Evert S

það er rúsnessk rúlleta að fara í umferðina hér í borg óttans á hverjum deigi, slys verða það er ljóst en hvergi er unnið jafn mikið verk til að koma í veg fayrir þau og í fluginu.

en þessir 2 menn uppfylla alþjóða öryggiskröfur og það þarf ekki meira. bendi á að hlutverk annara björgunaraðila er stórt og ef slys verða er allt tiltækt lið kallað til. hlutverk flugvallar slökkviliðs er fyrstu viðbrögð þar til aðrir björgunaraðilar koma á svæðið.

Evert S, 25.3.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband