Hræsni andskotans.

guantanamo_12pwidecÞað er sannarlega gleðilegt að Obama forseta  Bandaríkjanna og öðrum Könum sé ummunað um að pólitískir fangar á Kúbu fái frelsi og geri kröfu til þess. 

Ekki þarf að spyrja að því að Bandaríkjamenn verða auðvitað sjálfum sér samkvæmir og láta lausa þá pólitísku fanga sem þeir sjálfir geyma á Kúbu í óþökk alls þorra heimsins?  

Annað er auðvitað hrein hræsni.

  

.


mbl.is Kastró: Obama segir ýmislegt heimskulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú þurfir nú að fletta upp í orðabók á útskýringu á orðinu "pólítískur fangi". Og í guðana bænum vertu ekki að sverta pólítíska fanga þessa heims með því að bera þá saman við þá morðóðu ofstækistrúarmenn sem eru í haldi í Guantanamo.

jón gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 16:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón,  Af hverju er ekki réttað yfir þessum mönnum og þeir dæmdir, liggi ekki vafi á sekt þeirra?

Nokkrum hefur verið sleppt, mönnum sem ekkert hefur sannast á þrátt fyrir pintingar, mönnum sem var, rænt víða um heiminn og þeim haldið án dóms og laga árum saman. Mönnum sem voru í augum lyniþjónustu Bandaríkjanna sekir, þótt sektin væri ekki önnur en trú þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2010 kl. 17:09

3 Smámynd: Hamarinn

Hvenær hafa bandaríkjamenn verið samkvæmir sjálfum sér? Ég held bara aldrei.

Gott hjá Félaga Kastro að láta óharnaðan unglinginn í Hvíta húsinu heyra það aðeins.

Hamarinn, 25.3.2010 kl. 17:27

4 identicon

Axel: Yfirleitt er hugtakið pólitískir fangað notast við þá sem eru fangelsaðir í heimalandinu fyrir að hafa aðrar skoðanir en stjórnvöld.

Getur þú nefnt dæmi um Bandaríkjamenn sem eru í fangelsi vegna pólitískra skoðanna sinna?

Geiri (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 20:29

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Geiri, fangar sem eru haldið í fangelsi, án sönnunar á sekt og dómi árum saman, vegna pólitískra hagsmuna ríkis að því er best verður séð, eru pólitískir fangar hvort sem þeir eru borgarar í viðkomandi landi eða ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2010 kl. 21:21

6 identicon

Þannig að....

Efnavopna-Alí (ódæmdur) er á bari við Mandela?

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 06:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Logi, ég veit það ekki, veist þú fyrir víst hvort grunur og ásakanir leyniþjónustunnar á hendur mannana eru sannar og réttar.  Er ekki almenna réttarfarsreglan sú að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð og leiki vafi á sekt þá eigi sakborningur að njóta vafans? Er hægt að taka einstaklinga eða einstaka hópa út úr sviga?

Menn trúðu líka fullyrðingum og öllum skýrslum lCIA um meinta gereyðingarvopna eign Saddams Hussein, sem reyndust svo lygi frá a til ö.

Það sem þegar hefur komið fram, bendir ekki til að vinnubrögðin hafi verið gallalaus og Bandaríkjunum, sem telja sig þess umkomna að kenna öðrum ríkjum framkvæmd lýðræðis, réttarfars og mannréttinda, til lítils sóma og ekki til eftirbreytni.

Hvað telur þú eðlilegt Jón, að sé hægt sé að halda mönnum lengi án dóms og laga?  Viku, mánuð, ár, 5ár, 10 ár eða jafnvel ævilangt?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2010 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.