Anda með nefinu gott fólk, anda með nefinu.

Fjölmiðlar hafa margir hverjir, með dramatískum hætti,  fjallað  um eldgosið á Fimmvörðuhálsi, missterkt að vísu.  

Á Fox-news í Bandaríkjunum lýsti andstutt og taugatrekkt  fréttakona af  mikilli sannfæringu yfirvofandi hörmungum, flóðum, öskufalli og eiturgufum sem umturna myndu andrúmslofti Jarðar með tilheyrandi  ósköpum fyrir heimsbyggðina  ef svo færi að Katla gysi, eða spryngi eins og hún orðaði það.  

Hún ræddi við jarðfræðing sem fór yfir hættuna af stórgosum og tiltók dæmi um slík gos. Hann lét ekki æsta fréttakonuna raska ró sinni og bað hana í lokin að anda með nefinu.

   
mbl.is Varað við banvænum eiturgufum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 blessaðir útlendingarnir

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2010 kl. 11:32

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vonandi verður ekki öskufall í Bretlandi og Hollandi, svo því verði ekki smurt á Icesave viðbjóðinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.