Hefur útgerðin hagrætt sér til helvítis?

Er það virkilega svo að ekki sé hægt að fara fyrningarleiðina, afturkalla kvótann á löngum tíma vegna skuldastöðu útgerðarinnar?

Hvernig stendur á þessum ofurskuldum útgerðarinnar? Hafa ekki útgerðarmenn og málpípa þeirra LÍÚ hamrað á því hvað kvótakerfið skapi mikla hagræðingu og bætta afkomu og ekki verði gert út á Íslandi án kerfisins?

Það er deginum ljósara að geti núverandi kvótahafar ekki gert út nema með bullandi tapi og skuldasöfnun, þrátt fyrir alla hagræðinguna og kosti kvótakerfisins, þá eru þeir ekki á vetur setjandi og best að taka af þeim kvótann strax og afhenda hann öðrum sem betur kunna til verka.

Það er engin ástæða til að núverandi útgerðir haldi kvótanum til þess eins að safna meiri skuldum.  Það er því tilgangslaust að taka langan tíma í fyrninguna, hún verður best framkvæmd strax. 

 


mbl.is Björn Valur: Fyrningaleiðin ófær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Afhenda hann öðrum sem kunna til verka" ? Sem sagt taka kvótann af þeim sem hafa skuldsett sig fyrir honum, setja þá í þrot... og færa svo öðrum kvótann ókeypis og sjá hvort þeir plumi sig ekki betur? Sérðu ekki ruglið í þessu hjá þér.

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að halda bullinu áfram er rugl ef það er það sem þú ert að segja Sigurður.

Það er greinilegt að þeir sem hafa kvótann núna valda ekki verkinu og safna skuldum og fara margir hverir á hausinn hvort eð er og því heimska að stækka þann pakka enn meir.

Það er þvert á móti rökleysa að þjóðin eigi að bakka upp aðila sem ekki standa sig betur en raun ber vitni.

Kvótakerfið hefur þvert á fullyrðingar ekki bjargað útgerðinni. Ég sé því ekkert óskynsamlegt við það að aðrir fái að spreyta sig undir nýjum formerkjum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 14:26

3 identicon

Þú áttar þig á því að frá því um 1980 hefur þorskkvótinn farið úr 450þús tonnum niður í 150þús tonn. Meðfram þessu hafa útgerðarfyrirtæki tekið á sig úreldingu fiskiskipa til að fækka í skipastólnum, því var ekki velt yfir á skattgreiðendur eins og annarsstaðar. 90% kvótans sem úthlutað var '84 er kominn í nýjar hendur.

Það var fyrst upp úr 1992 sem útgerðir byrjuðu að skila hagnaði og skuldir útgerða hafa minnkað undanfarin 10 ár. Skuldsetningin hefur ekki vaxið í evrum talið.

Í hverju fellst bullið?

Fyrningarleiðin mun setja útgerðarfyrirtæki á hausin.

Ríkisrekið leigukerfi mun aldrei skapa arðbæran sjávarútveg.

Hvar er bullandi tap?

Ofurskuldsetning segirðu, allur sjávarútvegurinn skuldar ekki jafn mikið og Jón Ásgeir og fjölskylda. Sjávarútvegurinn hefur þó tekjur og eignir á móti.

Skuldir hafa ekki vaxið í evrum talið, aukin skuldsetning er s.s. bara mæld í krónum. En tekjur eru í erlendu, þannig að eðlilegt er að miða við erlenda gjaldmiðla. Á að saka útgerðina um aukna skuldsetningu ef gengisvísitalan hrynur niður í 300?

Það er s.s. engin skuldasöfnun, það er ekki taprekstur. Fyrningarleiðin er bara því miður svo vitlaus leið að það er ekki "á vetur setjandi". Það er sama hvar "fyrningarleiðinni" yrði beitt, hún myndi setja allt í þrot, það er mergurinn málsins og fáránlegt að reyna að kenna sjávarútvegi um það.

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var á frystitogara frá 1982 til 1995 þannig að þú þarft ekkert að rekja þann tíma fyrir mér Sigurður.

Ef handhafar kvótans í dag fá veiðiheimildirnar áfram eins og hugmyndir hafa verið um gegn greiðslu hóflegrar leigu er vandséð hvernig það eitt og sér rústar útgerðinni.

Það hefur ekki verið sagt að það setti útgerðina á hausinn að kvóti gangi kaupum og sölum á okurverði. Nei þá heitir það hagræðing.

Hættu að bulla Sigurður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 17:04

5 identicon

5% árleg fyrning er BRANDARI.  Audvitad á ad hrifsa eign thjódarinnar af LÍÚ klíkunni strax.  Thar á eftir á ad henda Halldóri Ásgrímssyni í steininn. 

Thad er hraedilegt ad hugsa til thess hve íslendingar eru HROTTALEGA HEIMSKIR.  Ad thessi nautheimska thjód hafi kosid Framsóknarflokkinn og Sjálfstaedisflokkinn aftur og aftur thrátt fyrir ad thessir flokkar hafi studlad ad thjófnadi á sameiginlegri eign thjódarinnar.

Ekki er thad undarlegt ad thessir flokkar hafi ekki borid NEINA VIRDINGU fyrir NAUTHEIMSKUM ÍSLENDINGUM sem kusu tháaftur og aftur thrátt fyrir theirra glaep.

Ekki er thad heldur undarlegt ad thessir gerspilltu flokkar hreinlega stálu sameiginlegum bönkum nautheimskra íslendinga  og skiptu theim á milli sín og taemdu.  Their bera enga virdingu fyrir íslendingum thví their vita hve heimskir their eru.

Ef thetta er ekki skipulögd glaepastarfsemi thá eru glaepir ekki til.

Thad sorglega er ad heimskir íslendingar studdu glaepamennina....their kusu B og D.  Sennilega er íslenska thjódin heimskasta thjód í heimi.

Kapp er best med forsjá (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband