Sumir eru töluvert jafnari en aðrir.

Hér hefur E listinn lög að mæla. Það er forkastanlegt að Stöð 2 skuli með þessum hætti mismuna framboðum, til þess hafa þeir engar forsendur. Tilvísun Stöðvar 2 í skoðanakannanir er rakið bull.

Ekki hefur heyrst múkk um þetta fyrirkomulag frá þeim framboðum sem njóta velvildar Stöðvar 2 . Það kemur raunar ekki  á óvart að fjórflokkurinn láti sér þetta vel líka.

En á óvart kemur að Besti flokkurinn skuli leggja blessun sína yfir þessa mismunun, nema það sé fyrsta táknið um að hann sé þegar farinn að tileinka sér hugsunarhátt fjórflokksins.


mbl.is Kærir Stöð 2 til útvarpsréttarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þetta tíðkast nú líka erlendis,  að bjóða einungis stærstu framboðunum í svona viðburði svo ég gef nú lítið fyrir þessa kvörtun,  þá sér í lagi frá framboði sem varla mælist með fylgi í skoðanakönnunum.

Jóhannes H. Laxdal, 28.5.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kosningar eru til þess að skera úr um raunverulegt fylgi framboða, ekkert annað kemur í stað þeirra. Svo eru ósiðir ekki til eftirbreytni jafnvel þó þeir séu erlendir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2010 kl. 15:42

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Varðhundar fjórflokksins á Stöð 2 passa vel sitt starf. Vel er gætt að hagsmunum helstu og stærstu fjárhagslegu bakhjörlum fjórflokksins. Starf varðhundanna er ekki síst fólgin í því að hinn pólitíski armur þessara bakhjarla, fjórflokkurinn, fái alla þá athygli sem hann þarf og aðrir útilokaðir. 

Vegna þessara hagsmunatengsla, peningamanna - fréttamanna - stjórnmálamann þá er allt gert til að koma í veg fyrir að ný framboð nái eyrum fólks.

Að brjóta lög þykir sjálfsagt mál þjóni það hagsmunum fjórflokksins og bakhjarla hans.

Þetta er vandi íslensks samfélags í hnotskurn.

Um þetta vandamál var Rannsóknarnefnd Alþings að skrifa mörg þúsund blaðsíðna skýrslu.

Blekið er varla þornað á skýrslunni þegar fréttamenn Stöðvar 2 senda úr tilkynninguna:

Hjá okkur hefur ekkert breyst. Við eru hér í stafi hjá Stöð 2 til að vinna fyrir fjórflokkinn og hina fjárhagslegu bakhjarla hans. Hvern varðar reglur og lög, hvern varðar réttlæti og jafnrétti? Meðan við fáum okkar laun og aukagreiðslur er þá ekki allt í gúddí?

Ég spyr:

Er þetta samfélagið og er þetta vinnubrögðin sem við ætlum að halda áfram að líða?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.5.2010 kl. 00:44

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Persónulega finnst mér X-E vera meira grín framboð heldur en X-Æ.

Ekki það að ég vilji segja að ég styðji þetta einelti sem Stöð 2 hefur bersýnilega stundað. Þvert á móti finnst mér að þeir eigi að sjá af sér og bjóða X-E til sín, bara til þess að við getum horft á þá gjörsamlega skíta uppá bak, hvað varðar þeirra málefni og þeirra "hagræðingar".

Ég trúi því ekki með nokkru móti, að nokkur maður muni veita flokki atkvæði, sem vill fjármagna setu sína í borgarstjórn með sölu á fasteignum sem enginn vill kaupa. Og þegar þeir áttuðu sig á því (loksins), í miðju viðtali við fjölmiðla þá er það plan B. Tökum lán! Tökum risastórt lán, til þess að borga niður lánið sem við ætlum að taka, og fjármögnum þannig setu okkar í borgastjórn með sömu aðferðum og komu okkur í svaðið!

Greinilega stórgáfaðir fjármálasnillingar þarna á ferð.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 29.5.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.