Fölsk friðardúfa

Pakistönsk dúfa hefur verið handtekin á Indlandi fyrir að rjúfa lofthelgi landsins og stunda þar njósnir.

 Lævís dúfan var dulbúin sem friðardúfa, drifalhvít  og sakleysið uppmálað.

En klókir Indverjarnir létu ekki gabbast þar sem íslamskar dúfur eru auðgreinanlegar frá hindúa dúfum.

Þetta njósnamál er litið mjög alvarlegum augum og dúfutetrið mun því, ef að líkum lætur, ekki eiga náðuga daga framundan.


mbl.is Njósnadúfa í gæsluvarðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bar hún gereyðingarvopn?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.5.2010 kl. 14:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli þeir kíki ekki upp í görnina á henni til að kanna málið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2010 kl. 15:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, setja hana bara í gegnum nektarskanna á flugvellinum...

Guðmundur Ásgeirsson, 28.5.2010 kl. 16:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir hafa örugglega berháttað hana í leit að vopnum, helv...perrarnir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.5.2010 kl. 16:36

5 identicon

http://www.theparrotsocietyuk.org/pixs/pbfd4a.jpg

Berað hafa þeir hana já.

Sindri V. (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.